Íslandsbanki hættir útgáfu American Express greiðslukorta.

07.12.2017

Íslandsbanki mun hætta útgáfu á nýjum American Express greiðslukortum frá og með 31. desember 2017. Ástæða þess er breyting á regluverki Evrópusambandsins sem gerir American Express ómögulegt að eiga samstarf með útgáfuaðilum innan ESB og EES.

Nánari upplýsingar verða sendar korthöfum á næstu dögum.

Rétt er að árétta að breytingin hefur ekki áhrif á þau fríðindi sem korthafar hafa nú þegar áunnið sér í gegnum American Express kort. Breytingin mun heldur ekki hafa áhrif á móttöku American Express á Íslandi og því geta handhafar American Express notað kortin sín hjá þeim söluaðilum sem taka á móti American Express.

Spurt og svarað.

Hversu lengi get ég notað American Express kortið mitt?

Þú getur notað American Express kortið þitt til 20. mars 2018 en eftir það verður kortinu lokað.

Fæ ég nýtt kort?

Ef þú ert með Mastercard kort frá Íslandsbanka þá mun það kort taka við af American Express kortinu þínu. Ef þú ert ekki með annað kort frá Íslandsbanka en American Express þá mun ráðgjafi úr þínu útibúi hafa samband við þig á næstunni og veita þér ráðgjöf við val á nýju korti.

Ég er með Mastercard kort frá bankanum sem hefur verið frítt með American Express kortinu. Verður það kort áfram frítt?

Nei, eftir að American Express kortinu hefur verið lokað þá mun koma árgjald á Mastercard kortið í gildístímamánuði þess.

Ef ég er með Mastercard en langar í annað kort í staðinn, hvað á ég að gera?

Þá biðjum við þig vinsamlegast um að leita til ráðgjafa í þínu útibúi.

Hvað verður um boðgreiðslurnar mínar?

Ef þú ert með boðgreiðslur á kortinu þínu þá þarft þú að hafa samband við þá söluaðila og óska eftir breytingu á kortaupplýsingum. Íslandsbanki ábyrgist ekki að boðgreiðslur flytjist af American Express kortinu og yfir á annað kort. 

Hefur þetta einhver áhrif á þá Vildarpunkta sem ég á?

Nei, þetta hefur engin áhrif þá.

Ef ég fæ nýtt kort, þarf ég að fá nýtt PIN númer?

Já, öll kort eru með nýju PIN númeri. Við minnum á að hægt er að breyta PIN númeri á öllum Mastercard kortum frá Íslandsbanka. Breytingin er gerð í næsta hraðbanka Íslandsbanka.

 

Nýjustu fréttir

Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim.Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

07.11.2018 - Kauphöll
Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár...Nánar

Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga – tæpum áratug eftir að hafa gerst fyrsti viðskiptavinurinn. Nánar

Grænn skuldabréfasjóður Íslandssjóða

02.11.2018
Íslandssjóðir, elsta eignastýringarfyrirtæki landsins og dótturfélag Íslandsbanka, hefur stofnað sjóðinn IS Græn skuldabréf sem fjárfestir í...Nánar

Forstjórar á Norðurlöndunum funda um heimsmarkmið

01.11.2018
Í dag kynnti hópur forsvarsmanna fyrirtækja á Norðurlöndum sameiginlega áætlun sína um að hraða framkvæmd markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra...Nánar

Íslandsbanki í samstarf við stærsta fjártæknisetur heims

01.11.2018
Íslandsbanki kynnti á vormánuðum að bankinn stefni á að opna fyrir samstarf um þróun á framtíðar fjártæknilausnum þar sem þriðja aðila er veitt...Nánar

Hver er staða íbúðamarkaðarins?

01.11.2018
Í nýjasta þætti Norðurturnsins ræddu þau Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Una Jónsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs...Nánar
Netspjall