Íslandsbanki besti bankinn að mati the Banker

30.11.2017

Íslandsbanki hefur verið valinn besti bankinn á Íslandi árið 2017. Þetta er í þriðja sinn sem The Banker sem er tímarit útgefið af The Financial Times velur Íslandsbanka.

Árangur Íslandsbanka á síðustu 12 mánuðum þykir eftirtektarverður að mati dómnefndar en sérstaklega er horft til þeirra breytinga sem ráðist var í á árinu. Höfuðstöðvar bankans sem áður voru á nokkrum mismunandi stöðum voru sameinaðar í Norðurturni í Kópavogi ásamt því að skipulag bankans var einfaldað og gert viðskiptavinamiðað.

Í niðurstöðu dómnefndar er rekstur bankans sagður sterkur, stefna bankans skýr og stjórnendateymi bankans öflugt.

Á sama tíma og rekstur bankans hefur haldist traustur á undanförnu ári, þá hefur bankinn þróað nýjungar í vöruframboði til að auka þjónustu við viðskiptavini og haldið áfram að vera leiðandi í íbúðalánum fyrir kaupendur á sinni fyrstu íbúð.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Það er mikil viðurkenning að fá þessi verðlaun í þriðja sinn og hvatning fyrir allt okkar starfsfólk sem vinnur hörðum höndum að því að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi. Á árinu 2017 höfum við komið okkur vel fyrir í nýjum höfuðstöðvum, skerpt á skipulagi og unnið að innleiðingu nýrra kerfi og vinnuferla. Allt þetta mun renna styrkari stoðum undir starfsemi okkar sem mun skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar.“

Nýjustu fréttir

Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim.Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

07.11.2018 - Kauphöll
Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár...Nánar

Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga – tæpum áratug eftir að hafa gerst fyrsti viðskiptavinurinn. Nánar

Grænn skuldabréfasjóður Íslandssjóða

02.11.2018
Íslandssjóðir, elsta eignastýringarfyrirtæki landsins og dótturfélag Íslandsbanka, hefur stofnað sjóðinn IS Græn skuldabréf sem fjárfestir í...Nánar

Forstjórar á Norðurlöndunum funda um heimsmarkmið

01.11.2018
Í dag kynnti hópur forsvarsmanna fyrirtækja á Norðurlöndum sameiginlega áætlun sína um að hraða framkvæmd markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra...Nánar

Íslandsbanki í samstarf við stærsta fjártæknisetur heims

01.11.2018
Íslandsbanki kynnti á vormánuðum að bankinn stefni á að opna fyrir samstarf um þróun á framtíðar fjártæknilausnum þar sem þriðja aðila er veitt...Nánar

Hver er staða íbúðamarkaðarins?

01.11.2018
Í nýjasta þætti Norðurturnsins ræddu þau Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Una Jónsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs...Nánar
Netspjall