Íslandsbanki besti bankinn að mati the Banker

30.11.2017

Íslandsbanki hefur verið valinn besti bankinn á Íslandi árið 2017. Þetta er í þriðja sinn sem The Banker sem er tímarit útgefið af The Financial Times velur Íslandsbanka.

Árangur Íslandsbanka á síðustu 12 mánuðum þykir eftirtektarverður að mati dómnefndar en sérstaklega er horft til þeirra breytinga sem ráðist var í á árinu. Höfuðstöðvar bankans sem áður voru á nokkrum mismunandi stöðum voru sameinaðar í Norðurturni í Kópavogi ásamt því að skipulag bankans var einfaldað og gert viðskiptavinamiðað.

Í niðurstöðu dómnefndar er rekstur bankans sagður sterkur, stefna bankans skýr og stjórnendateymi bankans öflugt.

Á sama tíma og rekstur bankans hefur haldist traustur á undanförnu ári, þá hefur bankinn þróað nýjungar í vöruframboði til að auka þjónustu við viðskiptavini og haldið áfram að vera leiðandi í íbúðalánum fyrir kaupendur á sinni fyrstu íbúð.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Það er mikil viðurkenning að fá þessi verðlaun í þriðja sinn og hvatning fyrir allt okkar starfsfólk sem vinnur hörðum höndum að því að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi. Á árinu 2017 höfum við komið okkur vel fyrir í nýjum höfuðstöðvum, skerpt á skipulagi og unnið að innleiðingu nýrra kerfi og vinnuferla. Allt þetta mun renna styrkari stoðum undir starfsemi okkar sem mun skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar.“

Nýjustu fréttir

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018

01.08.2018 - Kauphöll
Rekstur bankans á fyrri helmingi ársins var umfram væntingar og skilaði bankinn hagnaði upp á 7,1 milljarð króna sem er 8,2% arðsemi eigin fjár á...Nánar

JóiPé og Króli hita upp fyrir skemmtiskokk

27.07.2018
Skemmtiskokk er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt og koma blóðinu á örlitla hreyfingu. Tvær vegalengdir verða í boði í skemmtiskokkinu, 600 m og 3...Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018 birt fyrir opnun markaða fimmtudaginn 2. ágúst

26.07.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki mun birta afkomu fyrri árshelmings 2018 fyrir opnun markaða, fimmtudaginn 2. ágústNánar

Islandsbanki hf.: S&P Global Ratings staðfestir lánshæfismat í BBB+/A-2 með stöðugum horfum

17.07.2018 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+/A-2 með stöðugum horfum. Nánar

Ný lög um persónuvernd taka gildi

13.07.2018
Sunnudaginn 15. júlí taka ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gildi hér á landi. Nánar

Íslandsbanki besti bankinn að mati Euromoney

11.07.2018
Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi árið 2018. Nánar

Íslandsbanki styrkir alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins

02.07.2018
Á hverju ári aðstoða hundruð starfsmanna góðgerðarfélög. Nánar
Netspjall