Íslandsbanki besti bankinn að mati the Banker

30.11.2017

Íslandsbanki hefur verið valinn besti bankinn á Íslandi árið 2017. Þetta er í þriðja sinn sem The Banker sem er tímarit útgefið af The Financial Times velur Íslandsbanka.

Árangur Íslandsbanka á síðustu 12 mánuðum þykir eftirtektarverður að mati dómnefndar en sérstaklega er horft til þeirra breytinga sem ráðist var í á árinu. Höfuðstöðvar bankans sem áður voru á nokkrum mismunandi stöðum voru sameinaðar í Norðurturni í Kópavogi ásamt því að skipulag bankans var einfaldað og gert viðskiptavinamiðað.

Í niðurstöðu dómnefndar er rekstur bankans sagður sterkur, stefna bankans skýr og stjórnendateymi bankans öflugt.

Á sama tíma og rekstur bankans hefur haldist traustur á undanförnu ári, þá hefur bankinn þróað nýjungar í vöruframboði til að auka þjónustu við viðskiptavini og haldið áfram að vera leiðandi í íbúðalánum fyrir kaupendur á sinni fyrstu íbúð.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Það er mikil viðurkenning að fá þessi verðlaun í þriðja sinn og hvatning fyrir allt okkar starfsfólk sem vinnur hörðum höndum að því að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi. Á árinu 2017 höfum við komið okkur vel fyrir í nýjum höfuðstöðvum, skerpt á skipulagi og unnið að innleiðingu nýrra kerfi og vinnuferla. Allt þetta mun renna styrkari stoðum undir starfsemi okkar sem mun skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar.“

Nýjustu fréttir

Þjóðhagsspá Íslandsbanka

24.05.2018
Eftir allhraðan hagvöxt um miðbik áratugarins er tekið að líða á hagsveifluna. Dregið hefur úr hagvexti og aflgjafar vaxtar eru í sívaxandi mæli...Nánar

Ný skýrsla um fjármál HM

24.05.2018
Heimsmeistaramótið mun kosta Rússa að lágmarki 1.200 milljarða króna.Nánar

Fyrsta skóflustungan á Kirkjusandi

23.05.2018
Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju viðskipta- og íbúðahverfi á Kirkjusandi Nánar

Útibú á Selfossi opnar eftir endurbætur

14.05.2018
Hönnun og virkni í nýju útibúi taka mið af breyttum áherslum. Nánar

Íslandsbanki hf.: Fyrsta árshlutauppgjör Íslandsbanka 2018

08.05.2018 - Kauphöll
Hagnaður eftir skatta var 2,1 ma. kr. (1F17: 3,0 ma.kr.) og var arðsemi eigin fjár 4,8% á fjórðungnum (1F17: 7,0%). Hagnaður af reglulegri starfsemi...Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

04.05.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi 4.maí. Stjörnumerktir liðir merkja breytingar frá síðustu verðskráNánar

Almennt útboð Heimavalla hf.

04.05.2018
Almennt útboð á allt að 900.000.000 nýrra hluta í Heimavöllum hf. fer fram frá kl. 10.00 þann 7. maí til kl. 16.00 þann 8. maí 2018. Nánar
Netspjall