Íslandsbanki besti bankinn að mati the Banker

30.11.2017

Íslandsbanki hefur verið valinn besti bankinn á Íslandi árið 2017. Þetta er í þriðja sinn sem The Banker sem er tímarit útgefið af The Financial Times velur Íslandsbanka.

Árangur Íslandsbanka á síðustu 12 mánuðum þykir eftirtektarverður að mati dómnefndar en sérstaklega er horft til þeirra breytinga sem ráðist var í á árinu. Höfuðstöðvar bankans sem áður voru á nokkrum mismunandi stöðum voru sameinaðar í Norðurturni í Kópavogi ásamt því að skipulag bankans var einfaldað og gert viðskiptavinamiðað.

Í niðurstöðu dómnefndar er rekstur bankans sagður sterkur, stefna bankans skýr og stjórnendateymi bankans öflugt.

Á sama tíma og rekstur bankans hefur haldist traustur á undanförnu ári, þá hefur bankinn þróað nýjungar í vöruframboði til að auka þjónustu við viðskiptavini og haldið áfram að vera leiðandi í íbúðalánum fyrir kaupendur á sinni fyrstu íbúð.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Það er mikil viðurkenning að fá þessi verðlaun í þriðja sinn og hvatning fyrir allt okkar starfsfólk sem vinnur hörðum höndum að því að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi. Á árinu 2017 höfum við komið okkur vel fyrir í nýjum höfuðstöðvum, skerpt á skipulagi og unnið að innleiðingu nýrra kerfi og vinnuferla. Allt þetta mun renna styrkari stoðum undir starfsemi okkar sem mun skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar.“

Nýjustu fréttir

Skýrslur ársins 2017

14.02.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársreikning, ársskýrslu, áhættuskýrslu (Pillar 3) og samfélagsskýrslu Nánar

Ársuppgjör 2017

14.02.2018 - Kauphöll
Hagnaður eftir skatta var 13,2 ma. kr. samanborið við 20,2 ma. kr. árið 2016. Munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlutum...Nánar

FKA og Íslandsbanki undirrita áframhaldandi samstarf

09.02.2018
Íslandsbanki og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa undirritað nýjan samstarfssamning en bankinn hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá árinu...Nánar

Islandsbanki hf.: Ársuppgjör 2017 birt miðvikudaginn 14. febrúar 2018

05.02.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki mun birta ársuppgjör 2017 fyrir opnun markaða miðvikudaginn 14. febrúar 2018.Nánar

105 Miðborg byggir nýtt hverfi á Kirkjusandi

02.02.2018
Uppbyggingarfélagið 105 Miðborg mun reisa nýtt borgarhverfi á Kirkjusandi þar sem verða byggðar 150 íbúðir, skrifstofuhúsnæði, hverfisverslun og...Nánar

Meistari Georg og Klukkan

02.02.2018
Út er komið appið Georg og klukkan sem er þriðja appið sem Íslandsbanki gefur út undir merkinu ,,Georg og félagar“.Nánar

Heimilin draga hagvaxtarvagninn

01.02.2018
Það hægir á hagvexti á næstunni en Greining Íslandsbanka spáir því að hann verði 2,3% í ár en 2,3% á næsta ári. Einkaneysla mun vaxa um 4,7% og...Nánar
Netspjall