Sala á Keahótelum

21.08.2017

Gengið hefur verið frá sölu á Keahótelum ehf. Seljendur eru Horn II slhf., Tröllahvönn ehf. og Selen ehf. Kaupandi er fjárfestingafélagið K Acquisitions ehf. en að baki því félagi standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties, með 25% hlut, bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors með 50% hlut og íslenska fjárfestingarfélagið Tröllahvönn með 25% hlut. Tröllahvönn var áður eigandi að 36% hlut í Keahótelum og er því um endurfjárfestingu að ræða að hluta. Nýir eigendur hyggjast reka fyrirtækið í óbreyttri mynd og verður Páll L. Sigurjónsson áfram framkvæmdastjóri Keahótela.

Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðja landsins með 624 herbergi á 8 hótelum sem staðsett eru á Akureyri, við Mývatn og í Reykjavík. Hótelin eru Apótek Hótel, Hótel Borg, Hótel Gígur, Hótel Kea, Hótel Norðurland, Reykjavík Lights, Skuggi Hótel og Storm Hótel. Þá stefnir félagið að opnun nýs 104 herbergja hótels í Reykjavík á árinu 2018. Tekjur Keahótela árið 2016 námu rúmum 4 milljörðum króna og fjöldi starfsmanna á háönn er um 300.

Íslandsbanki hafði umsjón með söluferli Keahótela og var ráðgjafi seljenda. Logos veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Íslensk Verðbréf og Fjeldsted & Blöndal voru ráðgjafar kaupanda.

Aðilar undirrituðu kaupsamning fyrr í sumar og hafa nú öll skilyrði samningsins verið uppfyllt. Nýir eigendur tóku við félaginu í dag, þann 18. ágúst 2017.

„Við erum mjög ánægð að geta tilkynnt um kaup okkar á Keahótelum. Félagið á sér afar farsæla nær 20 ára sögu í ferðaþjónustu á Íslandi og er í dag þriðja stærsta hótelkeðja landsins. Hótel félagsins eru afar vel staðsett og félagið hefur getið sér gott orðspor fyrir góða þjónustu og vandaða hönnun hótela. Framundan eru spennandi tímar hjá félaginu þegar Exeter, nýtt 104 herbergja hótel, opnar við hafnarsvæðið í Reykjavík á næsta ári. Við teljum Keahótel í sterkri stöðu til að vaxa frekar og nýta þau tækifæri sem við sjáum til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir John Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.

“Ísland er frábært land til að fjárfesta og Pt Capital er spennt fyrir því að taka þátt í frekari uppbyggingu Keahótela í samstarfi við meðfjárfesta okkar frá Íslandi og Alaska. Íslenskur ferðaþjónustumarkaður hefur vaxið gríðarlega hratt undanfarin ár og við hlökkum til að vinna að því að viðhalda og styrkja gott orðspor Keahótela til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og aðra haghafa.” segir Hugh Short, stjórnarformaður og forstjóri Pt Capital

„Það hefur verið afar skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í uppbyggingu Keahótela og íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin ár. Kaup sterkra erlendra fjárfesta á ráðandi hlut í félaginu endurspeglar að til staðar eru mörg tækifæri til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu. Endurfjárfesting okkar í félaginu endurspeglar ennfremur trú okkar á framtíð félagsins. Um leið og við þökkum Horni fyrir gott samstarf bjóðum við nýja hluthafa velkomna í hópinn og hlökkum til að vinna með þeim að áframhaldandi framgangi félagsins.“ segir Kristján Grétarsson stjórnarformaður Keahótela.

„Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í vexti og viðgangi Keahótela undanfarin 3 ár. Félagið hefur á þeim tíma vaxið mikið og skipað sér sess sem ein stærsta hótelkeðja landsins. Við hjá Horni viljum þakka stjórn og starfsfólki Keahótela fyrir árangursríkt og gott samstarf og erum þess fullviss að félagið muni eflast enn frekar á komandi árum.“ segja framkvæmdastjórar hjá Horni II.

Um JL Properties:

JL Properties, stýrt af stofnanda þess of forstjóra Jonathan Rubini, er stærsta fasteigna-, fasteignaþróunar-, og fjárfestingafélag Alaska. Eignasafn félagsins telur yfir 185.000m2 og er markaðsvirði þess metið á yfir 2 milljarða bandaríkjadala. Heimamarkaður félagsins er Alaska en félagið á jafnframt eignir í Utah, Georgíu og Flórdía fylkjum. Safnið samanstendur af bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Kaupin á Keahótelum eru fyrsta fjárfesting JL Properties á Íslandi.

Um Pt Capital Advisors:

Pt Capital Advisors LLC er dótturfélag Pt Capital LLC sem er bandarískt eignastýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Anchorage í Alaska. Pt Capital sem er samstæða nokkurra félaga, stýrt af Hugh Short stjórnarformanni og forstjóra, var stofnað árið 2013. Félagið sérhæfir sig í fjárfestingum á norðurslóðum, þar með talið Alaska, norðurhluta Kanada, á Grænlandi og á Íslandi. Kaupin á Keahótelum er önnur fjárfesting samstæðunnar á Íslandi en Pt Capital Advisors keypti ráðandi hlut í fjarskiptafélaginu Nova í mars síðastliðnum.

Um Tröllahvönn:

Tröllahvönn er í eigu þeirra Andra Gunnarssonar, Fannars Ólafssonar, Kristjáns Grétarssonar og Þórðar H. Kolbeinssonar. Tröllahvönn hefur verið í eigendahópi Keahótela frá árinu 2012.

Nýjustu fréttir

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

20.11.2017
Fiskveiðar á heimsvísu námu 92 milljón tonnum á árinu 2016 og hafa aukist um 10% frá árinu 1990. Heildarafli fyrstu níu mánuði ársins 2017 nemur 915...Nánar

Íslandsbanki hf.: Íslandsbanki gefur út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 750 milljón sænskra króna til 10 ára

16.11.2017 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir sænskra króna (9,3 milljarðar íslenskra króna) til 10 ára með innköllunarheimild...Nánar

Tafir á millifærslum til viðskiptavina Landsbankans

16.11.2017
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta orðið fyrir truflunum á meðan innleiðingu stendur. Nánar

LEI auðkenni og einstaklingsauðkenni vegna viðskipta með fjármálagerninga

09.11.2017 - Fréttir VÍB
Frá og með 3. janúar 2018 þurfa allir lögaðilar sem ætla að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem hafa verið teknir til viðskipta á...Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrstu 9 mánuði ársins 2017

09.11.2017 - Kauphöll
Afkoma fyrstu 9 mánuði ársins 2017 Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn

08.11.2017
Íbúðaverð mun hækka um ríflega 20% í ár frá síðasta ári og á næsta ári mun hækkunin nema tæplega 12% ef spár Greiningar Íslandsbanka ná fram að ganga...Nánar

Krakkabankinn opnar á laugardaginn

07.11.2017
Næstkomandi laugardag mun Íslandsbanki fara af stað með nýja viðburðaröð sem hefur fengið nafnið ,,Krakkabankinn“ og er ætlað að höfða til yngstu...Nánar
Netspjall