Eldey og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn undirrita kaupsamning um kaup á meirihluta í Arcanum ferðaþjónustu

16.08.2017

Eldey TLH hf. og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup á meirihluta hlutafjár í Arcanum ferðaþjónustu ehf. sem stofnað var árið 2003. Seljendur, Benedikt Bragason og Tómas Birgir Magnússon, eru stofnendur félagsins en þeir munu áfram vera hluthafar í félaginu að viðskiptunum afloknum. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og er kaupverðið trúnaðarmál. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi kaupenda við kaupin.

Starfsemi Arcanum og tengdra félaga ná meðal annars til jöklagangna á Sólheimajökli, vélsleðaferða á Mýrdalsjökli, fjórhjólaferða á Sólheimasandi og rekstur kaffihúss á staðnum. Auk þess ná kaupin til landsins Ytri Sólheima 1A, allrar aðstöðu sem Arcanum er með að Ytri Sólheimum og meirihluta í óskiptu landi Ytri Sólheimatorfu. Landeigendur Ytri Sólheima hafa þegar stofnað með sér félag sem mun sjá um rekstur og uppbyggingu sameignarlandsins og þjónustu við ferðamenn og ferðaþjónustuaðila.

Eldey TLH hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu. Hluthafar Eldeyjar eru fimm lífeyrissjóðir, Íslandsbanki og fleiri fjárfestar. Eldey hefur það að markmiði að fjárfesta í félögum með þekkta rekstrarsögu sem hægt er að bæta og styrkja með samlegð og hagræðingu. Eldey hefur nú þegar fjárfest í þremur félögum, Norðursiglingu hf. á Húsavík, Gufu ehf. á Laugarvatni og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Framkvæmdastjóri Eldeyjar er Hrönn Greipsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Íslandssjóðum.

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf. hafa frá fyrsta starfsári sínu sem var árið 1994 verið brautryðjendur í útivistar- og ævintýraferðum. Í dag er boðið upp á bæði skipulagðar dagsferðir og lengri ferðir um landið, allt árið um kring. Jöklagöngur hafa verið ríkur þáttur í starfseminni en ferðaúrval félagsins spannar frá tveggja tíma jöklagöngu upp í leiðangra þvert yfir Grænlandsjökul og á báða pólana. Þá skipuleggur félagið gönguferðir til Marokkó, Machu Picchu og grunnbúðir Mt. Everest svo dæmi séu tekin. Framkvæmdastjóri Íslenskra Fjallaleiðsögumanna er Elín Sigurveig Sigurðardóttir.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall