Ný sveitarfélagaskýrsla Íslandsbanka

22.06.2017

Tekjur íslenskra sveitarfélaga jukust um 8% milli áranna 2015 og 2016 og hefur tekjuvöxtur samstæðu sveitarfélaganna ekki verið eins hraður frá árinu 2007 þegar hann var 11%. Tekjur vegna A-hluta jukust um 10% en tekjur B-hluta jukust um 3%. Gjöld A- og B-hluta jukust um 0,2% en launakostnaður er stærsti kostnaðarliður sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í nýrri sveitarfélagaskýrslu Greiningar Íslandsbanka.

Þar sem tekjur jukust hlutfallslega meira en gjöld batnaði rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagns- og óreglulega liði og hækkaði úr tæpum 18 milljörðum króna í rúma 45 milljarða króna, eða um 152%. Viðsnúningurinn felst að mestu leyti í rekstri A-hlutans sem var neikvæður árið 2015 um 8,6 milljarða en jákvæður um 18,2 milljarða árið 2016.

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni.

Elvar Orri Hreinsson, skýrsluhöfundur og sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka:

“Það er ánægjulegt að sjá rekstrarniðurstöðu íslenskra sveitarfélaga batna til muna en hún hefur ekki verið betri frá árinu 2007. Skuldsetning sveitarfélaganna hefur lækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009 sem hefur skapað svigrúm fyrir frekari innviðafjárfestinga. Kjarasamningar og auknar lífeyrisskuldbindingar hafa undanfarið haft neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna en þau áhrif voru umtalsvert minni á árinu 2016. Það er gott og gagnlegt fyrir Íslandsbanka líkt og almenning að fylgjast með þróun á stöðu íslenskra sveitarfélaga.”

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall