Þrettán námsmenn hljóta námsstyrk frá Íslandsbanka

21.06.2017

Þrettán námsmenn hljóta námsstyrk frá Íslandsbanka 2017. Námsmennirnir eru úr framhalds- og háskólum og voru valdir úr hópi 200 umsækjenda.

Styrkirnir eru veittir í þremur flokkum. Þrír styrkir til framhaldsskólanáms 100.000 krónur hver, fimm styrkir til háskólanáms (BA/BS/B.Ed) 300.000 krónur hver og fimm styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi 500.000 krónur hver.

Dómnefndina skipaði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka og Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Norðurturni.

Nemendurnir þrettán eru:

Mist Þormóðsdóttir Grönvold, nemandi í Menntaskólum við Hamrahlíð. Mist útskrifaðist úr Hagaskóla árið 2015 með 10 í meðaleinkunn. Hún stefnir á nám í fjölmiðla- og stjórnmálafræði í framtíðinni. Með námi æfir hún af krafti knattspyrnu.

Smári Snær Sævarsson, nemandi í Verslunarskóla Íslands. Smári stefnir á nám í verkfræði og í framtíðinni hefur hann áhuga á að koma að nýsköpunarverkefnum sem tengjast endurnýjanlegri orku.

Khalil Alzurqan, nemandi við Tækniskólann. Khalil kom til Íslands í janúar 2016 ásamt fjölskyldu sinni sem var í hópi kvótaflóttamanna frá Sýrlandi sem fékk hér hæli. Khalil hefur náð ótrúlegum árangri í íslensku á stuttum tíma en hann stefnir á nám í tölvunarfræði eftir stúdentspróf.

Auður Ásta Baldursdóttir, nemandi í Háskóla Íslands. Auður er nemandi í iðnaðarverkfræði og stefnir á framhaldsnám í þeirri grein.

Helen Xinwei Chen, nemandi í University College London. Helen hefur meðal annars lokið framhaldsprófi í þverflautuleik og spilað með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og spilar nú sem 1. flauta í Sinfóníuhljómsveit University College London.

Sölvi Rögnvaldsson, nemandi í Háskóla Íslands. Sölvi hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði á stúdentsprófi úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann hefur auk þess fengið nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið: „Áhættureiknir við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli". Sölvi stefnir á framhaldsnám í tölfræði eða tölvunarfræði.

Erlendur Sveinsson, nemandi í Columbia University. Erlendur stundar nám í kvikmyndagerð og hefur hann fengið fjölda tilboða til þess að taka þátt í kvikmyndaverkefnum með námi sínu.

Bergþór Traustason, nemandi í Háskóla Íslands. Bergþór stundar nám í verkfræðilegri eðlisfræði. Bergþór mun m.a. vinna að rannsóknarverkefni við California Institute of Technology í Bandaríkjunum næsta sumar.

Þóra Hafdís Arnardóttir, nemandi í Institute for Advanced Architecture of Catalonia. Þóra lauk BA námi við Arts University Boutnemouth 2014 og hlaut verðlaun fyrir BA verkefnið sitt. Framtíðarverkefni hennar snýr að rannsóknum á náttúruvænum húsum.

Ingibjörg Sigvaldadóttir, nemandi við Karolinska Institutet. Ingibjörg vinnur að verkefni hjá Karolinska Institute sem snýr að því að athuga hvernig mismunandi lyf hafa áhrif á efnaskiptaferli æxlisfrumna.

Arnheiður Eiríksdóttir, nemandi við listaháskólanum í Vín. Arnheiður nemur óperusöng og hefur náð gríðarlega góðum árangri. Nýlega fór hún með hlutverk Dorabellu í Cosi fan tutte við óperuhúsið í Daegu í Suður Kóeru.

Róbert Torfason, nemandi í ETH Zürich. Róbert hefur meðal annars tekið þátt fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Í framtíðinni vill Róbert koma heim til Íslands með þekkingu í hátækni, gervigreind og forritun.

Sandra Dís Kristjánsdóttir, nemandi í Jessenius Faculty of Medicine, Comenius University. Sandra stundaði áður nám í Bandaríkjunum við Savannah State University og var tekin inn í Golden Key International Honour Society vegna góðrar frammistöðu. Í gegnum tíðina hefur Sandra æft og keppt í tennis en árin 2008 og 2010 var hún valin tenniskona ársins.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall