Íslandsbanki þeysist af stað í WOW Cyclothon

20.06.2017

Íslandsbanki tekur þátt í WOW Cyclothon sem hefst á morgun, 21. júní og lýkur á 23. júní. Eitt lið keppir fyrir hönd bankans í ár og er það skipað sex konum og fjórum körlum.

„Við höfum aldrei áður verið með lið þar sem konur eru í meirihluta og við höfum heldur aldrei hjólað hraðar enn í ár," segir Kristján Markús Bragason sem fer fyrir liði bankans. „Í liðinu eru þrír sem hafa hjólað í keppninni áður en hinir eru allir nýir í keppninni og af þessum tíu manns eru fimm manns á nýjum hjólum þannig að liðið tekur þessu mjög alvarlega og er all-in," segir Kristján sem er spenntur fyrir morgundeginum: „Við erum algjörlega klár í slaginn og búin að æfa frá annarri vikunni í janúar. Þá var byrjað á spinning tímum og svo tóku við miklar útiæfingar um leið og veður leyfði. Við höfum verið að hjóla svona 150 til 200 kílómetra á viku. Við byrjuðum að æfa snemma á árinu og finnum að meðalhraðinn á æfingunum er talsvert meiri en hann hefur áður verið rétt fyrir keppni," segir Kristján.

Íslandsbanki hefur verið með í WOW Cyclothon frá upphafi eða síðan 2012.
WOW Cyclothon er haldið árlega og hjólað er í kringum landið með boðsveitarformi. Keppendur hjóla til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í ár.

Við óskum þessu flotta liði góðs gengis og góðrar (og hraðrar) ferðar!

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall