Islandsbanki hf.: Fyrsta árshlutauppgjör 2017

11.05.2017 - Kauphöll

Fyrsta árshlutauppgjör Íslandsbanka 2017

Helstu niðurstöður á fjórðungnum:

 • Hagnaður bankans af reglulegri starfsemi var 3,5 ma. kr., sem er sambærilegt við fyrsta fjórðung ársins 2016.
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárþátt 1 (CET1) var 10,6% á fjórðungnum, samanborið við 9,4% á 1F16.
 • Hagnaður eftir skatta var 3,0 ma. kr. samanborið við 3,5 ma. kr. á 1F16. Hagnaðurinn á 1F17 stafar einkum af sterkum grunntekjum. Arðsemi eigin fjár var 7,0% á 1F17, samanborið við 6,9% á sama tímabili 2016.
 • Hreinar vaxtatekjur voru 7,4 ma. kr. (1F16: 7,5 ma. kr.), sem samsvarar 2,0% lækkun. Vaxtamunur var 2,9% (1F16: 2,9%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 3,3 ma. kr. á fjórðungnum, samanborið við 3,1 ma. kr. 1F16, sem er 4% hækkun milli ára.
 • Stjórnunarkostnaður var 6,4 ma. kr. á 1F17, sem er 1,5% lækkun frá 1F16.
 • Kostnaðarhlutfall var 60,1% (1F16: 59,0%). Bankaskattur og einskiptiskostnaður eru undanskilin við útreikning kostnaðarhlutfalls.
 • Heildareignir voru 1.029 ma. kr. (des16: 1.048 ma. kr.). Útlán til viðskiptavina og lausafjársafn voru samtals 96% af efnahagsreikningnum.
 • Útlán til viðskiptavina jukust um 2,3% (15,7 ma. kr.) eða í 703 ma. kr. Ný útlán á fjórðungnum voru 46 ma. kr. og dreifðust vel á mismunandi útlánaeiningar bankans.
 • Gæði eignasafn bankans heldur áfram að batna, en hlutfall lána með vanskil umfram 90 daga eða með virðisrýrnun var 1,6% (des16: 1,8%).
 • Innlán frá viðskiptavinum lækkuðu um 4,5% eða 27 ma. kr. frá árslokum 2016.
 • Eiginfjárhlutfall var 23,1% (des16: 25,2%) og eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 22,8% (des16: 24,9%).
 • Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Við lok mars 2017 var lausafjárhlutfallið (LCR) 181% (des16: 187%) og fjármögnunarhlutfallið (NSFR) var 121% (des16: 123%).
 • Vogunarhlutfall (e. leverage ratio) var 15,5% við lok fjórðungsins samanborið við 16% við lok árs 2016, sem telst afar hóflegt.
 • Íslandsbanki er eini bankinn á Íslandi með lánshæfismat frá tveimur alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum. Í janúar 2017 hækkaði Fitch mat sitt í BBB/F3 með stöðugum horfum og í október 2016 hækkaði S&P mat sitt í BBB/A-2 með jákvæðum horfum.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

Grunnrekstur bankans er áfram stöðugur, en vaxta- og þóknanatekjur standa að baki um 97% af tekjum bankans. Arðsemi eigin fjár af reglulegum rekstri var 10,6%, samanborið við 9,4% á 1F16. Samþykkt var á aðalfundi bankans í mars að greiða út 10 milljarða króna af hagnaði ársins 2016 í arð til hluthafa. Lausa- og eiginfjárhlutföll eru áfram sterk og vogunarhlutfall var áfram hóflegt eða 15.5%. 

Afnám fjármagnshafta sem tilkynnt var um í mars var stórt skref fyrir íslenskt efnahagslíf. Lánshæfismatseinkunnir ríkissjóðs Íslands hækkuðu í kjölfarið og eins lánshæfismatseinkunnir Íslandsbanka sem standa nú í BBB frá bæði Standard & Poor’s og Fitch Ratings.
Það er ánægjulegt að sjá rekstur og starfsemi bankans færast í eðlilegra horf. Ný útlán voru 46 ma. kr. á fjórðungnum og dreifðust vel á milli viðskiptavinahópa bankans. Þóknanatekjur hækka um 4% á milli ára, fyrirtækjaráðgjöf bankans hefur lokið stórum verkefnum undanfarið hér heima og erlendis. Við merkjum einnig aukningu á áhuga innlendra og erlendra aðila á áhættuvörnum tengdum vöxtum og gjaldeyri.
Einstaklingar og fyrirtæki mega nú fjárfesta í erlendum verðbréfum án takmarkana. Hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, er hægt að kaupa í sjóðum sem fjárfesta eingöngu á erlendum mörkuðum. Í netbanka geta viðskiptavinir bankans nú einnig keypt gjaldeyri fyrir íslenskar krónur og framkvæmt erlendar greiðslur.
Í apríl voru útibúin á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut sameinuð undir heitinu Laugardalur sem er í dag stærsta fyrirtækja- og einstaklings útibú Íslandsbanka. Eftir þessa breytingu starfrækir Íslandsbanki 14 útibú og telst áfram vera með hagkvæmasta útibúanetið á Íslandi. Samhliða heldur stafræn vegferð bankans áfram og ánægja viðskiptavina eykst, en viðskiptavinir Íslandsbanka eru ánægðastir samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar og fjórða árið í röð er bankinn efstur á bankamarkaði.

Fjárfestafundur á ensku

Markaðsaðilum er boðið upp á símafund kl. 13.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.
Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.
Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér: http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarhagsdagatal/.

Myndband

Hér má sjá myndband þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka segir frá uppgjörinu:

 

Nánari upplýsingar

Nýjustu fréttir

Viðskiptaráð fagnar 100 ára afmæli

21.09.2017
Íslandsbanki óskar Viðskiptaráði til hamingju með daginn. Nánar

Íslandsbanki hefur opnað fjóra gjaldeyrishraðbanka

13.09.2017
Íslandsbanki hefur opnað fjóra gjaldeyrishraðbanka og verður sá næsti opnaður í Kringlunni. Nánar

Ergo flutt í Norðurturninn

30.08.2017
Fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka er flutt á 7. hæðina í Norðurturninum Kópavogi. Nánar

Árshlutauppgjör Íslandssjóða 2017

28.08.2017
Hagnaður Íslandssjóða eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins var 114 m. kr. og jókst um 148% miðað við sama tímabil í fyrra. Starfsmönnum fjölgaði úr...Nánar

Met slegið í áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017

22.08.2017
Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka lauk á miðnætti í gær þegar lokað var fyrir söfnun á Hlaupastyrkur.is og var met slegið í áheitum í ár.Nánar

Sala á Keahótelum

21.08.2017
Gengið hefur verið frá sölu á Keahótelum ehf. Seljendur eru Horn II slhf., Tröllahvönn ehf. og Selen ehf. Kaupandi er fjárfestingafélagið K...Nánar

Íslandsbanki eykur stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon

20.08.2017
Íslandsbanki eykur stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon og leggur áheitasöfnuninni enn frekari lið. Nánar
Netspjall