Uppbygging 300 íbúða í nýju hverfi á Kirkjusandi

29.03.2017

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka skrifuðu í dag undir samning um byggingarrétt og uppbyggingu á Kirkjusandi þar sem fyrirhugað er að um 300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum rísi.

Kirkjusandsreitur liggur í beinu framhaldi af einu stærsta atvinnusvæði borgarinnar við Borgartún ásamt því að liggja samhliða rótgróinni íbúðabyggð við Laugarnesveg og Kirkjusand. Svæðið stendur við sjávarsíðuna við mynni Laugardals.

Gert er ráð fyrir allt að 300 nýjum íbúðum í fjölbýli á 31.000 fermetrum en hverfið verður blanda atvinnu- og íbúðabyggðar þar sem atvinnuhúsnæði verður um 48.000 fermetrar. Heildarstærð húsnæðis ofanjarðar verður um 79.000 fermetrar.

Gert er ráð fyrir almenningstorgi á svæðinu, nýjum leikskóla ásamt verslun og þjónustu sem nýtist íbúum hverfisins sem og öðrum borgarbúum. Bílastæði verða flest neðanjarðar og lögð er áhersla á góðar gönguleiðir og hjólastíga.Á næstu vikum verður gefin út nánari framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á svæðinu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ánægður með að svæðið sé nú að fara í uppbyggingu. „Kirkjusandur er frábærlega staðsettur undir íbúðabyggð í grennd við gömlu rótgrónu hverfin hér í Teigunum og Lækjunum. Þarna verður ákveðið hlutfall leiguíbúða og fjölbreyttar íbúðagerðir þar sem stutt verður í alla verslun og þjónustu svo ég tali nú ekki um sjálfa Laugardalslaugina“ segir Dagur að lokum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall