Íslandsbanki afhendir Seðlabankanum og Þjóðminjasafninu mynt- og seðlasafn

27.03.2017

Íslandsbanki afhenti í dag Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafninu mynt- og seðlasafn bankans. Safnið samanstendur af 1.300 munum allt frá árinu 1675 til ársins 2000. Þessir munir hafa fylgt Íslandsbanka frá stofnun bankans. Í seðlahluta safnins má nefna Ríkisdal frá árinu 1815 ásamt prufuprentun á bráðabirgðarseðli bankans sem gefinn var út árið 1919. Í mynthluta safnsins er afar merkilegt safn. Elsti vörupeningurinn er frá árinu 1846 sem var fyrsti vörupeningurinn. Einnig má nefna brauðpening frá Bökunarfélagi Ísfirðinga sem er eina eintakið sem vitað er að sé til af þeim pening.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, afhenti Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, safnið í dag en safnið er til sýnis í Smáralind næstu þrjár vikur í tilefni af Hönnunarmars.

Birna Einarsóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

Það er mikil ánægja fyrir okkur að afhenda Seðlabankanum og Þjóðminjasafninu mynt- og seðlasafn bankans til að varðveita áfram þessa sögulegu heimild. Það er mjög viðeigandi að gera það núna í tengslum við Hönnunarmars þar sem þessar myntir eru margar hverjar mikið listaverk og við vitum safninu verða gerð góð skil.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri:

Það er mjög ánægjulegt að Íslandsbanki skuli afhenda þessa einstæðu gripi Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns. Munirnir gefa góða innsýn í peningasögu landsmanna og þá sérstaklega hvernig saga seðla og myntar og annarra greiðslumiðla þróaðist á upphafsárum bankastarfsemi á Íslandi.  Þar má bæði benda á venjulega peninga og svo þá sem í dag teljast óvenjulegir eins og svokallaðir vörupeningar.  Auk þess gefur safnið góða innsýn í hönnunarferli og framleiðslu fyrstu seðlanna sem prentaðir voru hérlendis.

Mynd: Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Margrét Hallgrímsdóttir, Þjóðminjavörður

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall