Aflétting gjaldeyrishafta í Netbanka

21.03.2017

Í kjölfar afléttingu gjaldeyrishafta hefur Íslandsbanki opnað fyrir eftirfarandi aðgerðir í netbönkum sínum:

Kaup á erlendum gjaldeyri fyrir íslenskar krónur

Hægt er að kaupa gjaldeyri fyrir krónur með einföldum hætti í millifærsluaðgerð Netbankans. Viðskiptavinur velur íslenskan úttektarreikning og leggur inn á gjaldeyrisreikning með tilheyrandi gengistilboði. Þessi aðgerð hefur verið lokuð frá gildistöku gjaldeyrislaga, en nú hefur verið opnað fyrir hana á ný.

Flytjast í millifærslu í Netbanka

Erlendar greiðslur í Netbanka einstaklinga

Þessi aðgerð hefur verið opin lögaðilum en nú geta einstaklingar einnig nýtt sér aðgerðina t.d. við flutning gjaldeyris, greiðslu reikninga erlendis o.s.frv. Í leiðinni hefur verið létt á kröfum v/afhendingu fylgiskjala við erlendar greiðslur.

Flytjast í erlendar greiðslur í Netbanka

 Flokka ber erlendar greiðslur til samræmis við flokkunarlykla Seðlabanka Íslands auk þess sem fjármálafyrirtækjum er skylt að tilkynna gjaldeyrisviðskipti og tilteknar fjármagnshreyfingar í erlendum gjaldmiðli milli landa, skv. reglum Seðlabanka nr. 200/2017. Nánari upplýsingar um hvaða fjármagnshreyfingar tilkynna þarf til SÍ, er að finna hér.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Þjónustuver Íslandsbanka, í síma 440 4000 eða sendið okkur tölvupóst á islandsbanki@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall