Memento hlýtur verðlaun á Finovate Europe

16.02.2017

Memento hlaut verðlaun fyrir bestu tækninýjungina á ráðstefnunni Finovate Europe 2017 sem haldin var í London á dögunum. Finovate er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Eingöngu framsæknustu fyrirtækin á þessu sviði taka þátt í ráðstefnunni og var Memento þátttakandi í fyrsta skipti í ár. Kass var einnig valið besta íslenska appið á Íslensku vefverðlaununum á dögunum.

Memento hlaut hin eftirsóttu verðlaun ,,Best of Show" á ráðstefnunni fyrir nýja lausn í tengslum við Kass appið sem leggur sérstaka áherslu á tengingu samfélagsmiðla við banka í gegnum ýmis greiðslutilvik.

Kass appið er í boði á Íslandi og reglulega bætast við nýjungar í appinu fyrir alla notendur Kass á Íslandi. Kass hefur notið góðst af því að hafa stóran notendahóp sem hefur verið virkur í endurgjöf ásamt góðu samstarfi við Íslandsbanka um útgáfu og þjónustu.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall