Íslandsbanki kveður Kirkjusand

15.02.2017

Útibúið á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut sameinast mánudaginn 20. febrúar og er þá Kirkjusandur kvaddur. Þann 10. apríl næstkomandi opnar endurbætt útibú undir heitinu Laugardalur en hönnun útibúsins tekur mið af aukinni áherslu bankans á ráðgjöf við bæði einstaklinga og fyrirtæki. Laugardalsútibúið verður stærsta útibú Íslandsbanka. Útibússtjóri er Björn Sveinsson og aðstoðarútibússtjórar Vilborg Þórarinsdóttir og Þórður Kristleifsson.

Á meðan á framkvæmdum við breytingar stendur er viðskiptavinum boðið upp á 2. og 3. hæð Suðurlandsbrautar,  þar sem er tekið vel á móti viðskiptavinum. Á meðan þessum breytingum stendur bendum við einnig á þjónustu annarra útibúa út  á Granda, Höfða, Norðurturni og  sjálfsafgreiðslu í Kringlunni, auk þess sem  minnt er á aðrar sjálfsafgreiðsluleiðir bankans sem eru alltaf opnar í Netbanka, Appinu og hraðbönkum. Hraðbanki verður áfram staðsettur á Kirkjusandi. Þjónustuver bankans er í síma 440-4000, þar sem boðið er upp á alla almenna ráðgjöf og afgreiðslu.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall