Viðskiptavinir Íslandsbanka ánægðastir

02.02.2017

Viðskiptavinir Íslandsbanka eru ánægðastir samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar og fjórða árið í röð er bankinn efstur á bankamarkaði. Stjórnvísi, Samtök iðnaðarins og Zenter standa að mælingunum en viðskiptavinir svara þá spurningum út frá þáttum sem tengjast ánægju þeirra, s.s. ímynd, þjónustugæðum, og áhrif ánægju á tryggð þeirra við fyrirtæki.

Íslandsbanki hefur framtíðarsýn um að vera #1 í þjónustu og er Íslenska ánægjuvogin mikilvægur mælikvarði á árangur og framgang stefnu bankans. Árangur í Íslensku ánægjuvoginni kemur í kjölfar þess að Íslandsbanki var valinn besti bankinn á Íslandi af bæði Euromoney og The Banker.

Áhersla Íslandsbanka á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini með gildi bankans, fagleg, jákvæð og framsýn að leiðarljósi hefur skilað árangri. Bankinn hefur byggt upp framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini bankans og leitast ávalt við að gera betur. Jafnframt hefur mikil áhersla verið lög á framsæknar tæknilausnir eins og Íslandsbanka appið, greiðsluappið Kass, rafrænt greiðslumat, skjáspegilinn og húsnæðislánareiknivélina á vefnum. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:


„Við erum gríðarlega stolt af því að eiga ánægðustu viðskiptavini banka á Íslandi enda er það okkur mikið kappsmál. Það er er krefjandi en skemmtilegt verkefni að koma til móts við þarfir viðskiptavina með því að veita framúrskarandi þjónustu, hvort sem er með góðri ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini bankans  eða framsæknum tæknilausnum.  Við erum spennt að halda áfram að kynna frekari nýjungar og gera enn betur.“

 

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall