Kass besta íslenska appið

02.02.2017

Kass var útnefnt besta íslenska appið á Íslensku Vefverðlaununum síðasta föstudag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Íslandsbanki átti tvö af þeim fimm öppum sem tilnefnd voru því Íslandsbanka appið var einnig tilnefnt.

Í umsögn dómnefndar segir: “App ársins í ár er eitt af mörgum öppum á Íslandi í dag sem vilja einfalda peningalíf landsmanna. Appið er stílhreint og með skýrt viðmót sem sækir innblástur í viðmót Snapchat. Á snöggan máta er hægt að koma upp greiðslumiðlun einkalífsins. Appið getur tekið mynd af reikningi og skipt honum til að rukka vini þína. Og nýjasta nýtt, appið getur keypt miða hjá Tix.is.”

Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar:

„Kass hefur sýnt okkur að við getum hreyft okkur hratt og þróað framsækna bankaþjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Kass er mikilvægur þáttur vegferðar okkar að #1 í þjónustu. Við höfum lært mikið af þessu samstarfi og höldum ótrauð áfram vinnu okkar að frábærri stafrænni þjónustu.“

Kass er samstarfsverkefni Memento Payments og Íslandsbanka og fór í loftið í upphafi síðasta árs.

Íslensku vefverðlaunin eru árleg verðlaun á vegum SVEF – Samtaka Vefiðnaðarins og fór afhending verðlauna nú fram í sextánda sinn.

Ljósmynd: Gunnar Freyr Steinsson

Nýjustu fréttir

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar

Islandsbanki hf.: Fitch staðfestir lánshæfismat Íslandsbanka í BBB með stöðugum horfum

26.11.2018 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/F3 með stöðugum horfum.Nánar

Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim.Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

07.11.2018 - Kauphöll
Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár...Nánar

Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga – tæpum áratug eftir að hafa gerst fyrsti viðskiptavinurinn. Nánar
Netspjall