Fitch hækkar lánshæfismat í BBB með stöðugum horfum

27.01.2017 - Kauphöll

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur í dag hækkað lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/F3 úr BBB-/F3 með stöðugum horfum.

Hækkun á lánshæfismati bankans byggir að mestu á batnandi rekstrarumhverfi á Íslandi og áframhaldandi hagvexti og bættri ytri stöðu þjóðarbúsins. Nýverið breytti Fitch Ratings horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar og staðfesti lánshæfiseinkunnina BBB+ fyrir erlendar skuldir.

Fitch greinir ennfremur frá því að Íslandsbanki hafi staðið vel að endurreisn bankans. Þá hafi fjárhagsleg endurskipulagning lánabókar gengið vel, búið sé að greiða upp skuldir tengdum stofnun bankans og flæði á kvikum krónueignum hafi verið vel stýrt.

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri:
„Mikil vinna hefur farið fram síðustu ár við endurskipulagningu á eignahlið efnahagsreiknings bankans. Endurskipulagningu á lánasafni er nú lokið, vanskilahlutfall fer lækkandi og hverfandi hluti endurskipulagðra lána fer aftur í vanskil. Íslandsbanki hefur viðhaldið öflugum eiginfjár- og lausafjárhlutföllum til að takast á við möguleg áhrif vegna afléttingar hafta og áföllum í rekstarumhverfi.

Efnahagsumhverfi á Íslandi hefur haldist áfram hagfellt og staða bankans afar góð. Í því ljósi greiddi bankinn út 27 milljarða í arð í desember 2016 og tók þar með mikilvægt skref í átt að hagstæðari samsetningu á eiginfjárgrunni sínum. Aðgengi að erlendum fjármagnsmörkuðum er gott og bankinn nú að fullu fjármagnaður á markaði. Hækkun á lánshæfiseinkunn Fitch í BBB/F3 með stöðugum horfum, og hækkun S&P í október 2016 í BBB/A-2, er í takt við þessa hagstæðu þróun.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall