Meistaramánuður Íslandsbanka í febrúar

24.01.2017

Meistaramánuður Íslandsbanka hefst 1. febrúar næstkomandi en þá geta þátttakendur skorað sjálfa sig á hólm og sett sér margvísleg markmið og notið til þess aðstoðar og liðsinnis ýmissa sérfræðinga.

Meistaramánuður er þekkt fyrirbæri en hann var fyrst haldinn árið 2008 og þátttakendur voru aðeins tveir. Það voru námsmennirnir Þorsteinn Kári Jónsson og Magnús Berg Magnússon sem bjuggu í Kaupmannahöfn og vildu gera eitthvað gott fyrir sjálfa sig í einn mánuð. Meistaramánuður dafnaði og stækkaði og árið 2014 voru skráðir þátttakendur taldir í þúsundum. En þegar náminu lauk og vinna tók við, höfðu upphafsmenn átaksins æ minni tíma til að halda utan um Meistaramánuð og árin 2015 og 2016 var útlit fyrir að Meistaramánuður heyrði sögunni til.

Íslandsbanki hefur nú tekið við keflinu og 1. febrúar næst komandi hefst gamanið á ný með Meistaramánuði Íslandsbanka. Meistaramánuður er öllum opinn en hver og einn setur sér þar markmið, skorar sjálfan sig á hólm og reynir að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Markmiðin geta verið stór eða smá og snúist um mataræði, hreyfingu, sparnað, heimsóknir, lestur, svefn og svo mætti áfram telja.

„Inntak Meistaramánaðar rímar mjög vel við það sem Íslandsbanki stendur fyrir og hvernig áhrif bankinn vill hafa á samfélagið. Meistaramánuður er frábært framtak þriggja háskólanema og það er mikill heiður fyrir okkur að halda áfram með verkefnið. Við erum spennt að fylgjast með metnaðarfullum markmiðum Íslendinga, “ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka.

„Það hjálpar fólki að vita til þess að þúsundir annarra Íslendinga eru að vinna í sínum markmiðum á sama tíma og einhvern veginn hvetjum við hvert annað með svo samstilltum hætti og ég hvet alla til að taka þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka og verða besta útgáfan af sjálfum sér,“ segir Pálmar Ragnarsson, sem stýrir átakinu í ár.

Allir geta tekið þátt en rannsóknir sýna að það tekur um mánuð að koma sér upp nýjum venjum og því er tilvalið að taka þátt í Meistaramánuði til að ná árangri. Eina skilyrðið er að þú skráir þig til leiks á slóðinni www.meistaramanudur.is. Þar er jafnframt hægt að fylla út rafrænt eða prenta út dagatal þar sem auðvelt er að skrá og fylgjast með markmiðunum. Íslandsbanki og leiðtogi Meistaramánaðar Íslandsbanka, Pálmar Ragnarsson, sjá svo um að aðstoða þig eftir fremsta megni.

Til þess að fá sem gleggsta mynd af því sem er að gerast og nýta þér aðstoðina til fulls er síðan gott að líka við Facebook síðu Meistaramánaðar og horfa á vikulega þætti Meistaramánaðar sem sýndir eru í opinni dagskrá á Stöð 2 á hverju miðvikudagskvöldi kl. 19:25.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall