Íslandsbanki hættir með auðkennislykil 2017

21.12.2016

Íslandsbanki hefur ákveðið að hætta með auðkennislykil sem auðkenningarleið í netbönkum sínum á árinu 2017.

Íslandsbanki vekur sérstaka athygli á því að frá og með næstu áramótum fellur niður gjaldtaka fyrir SMS tengt innskráningu í netbanka. Þannig kemur bankinn til móts við óskir viðskiptavina og stuðlar að auknu öryggi og einfaldleika í bankaviðskiptum.

Eftir breytinguna standa tvær leiðir viðskiptavinum til boða við innskráningu í Netbanka; Rafræn skilríki og Auðkennisnúmer í SMS.

Auðkennisnúmer í SMS
Hægt er að skrá sig í Netbanka með því að fá auðkennisnúmer sent í farsíma með SMS. Til að þú getir nýtt þessa leið við innskráningu þarftu að skrá farsímanúmer þitt í Netbankanum, undir liðnum "Stillingar". Þar er liður í leiðarkerfi sem nefnist "Almennt" og smellt er á "GSM auðkennisnúmer". Til að staðfesta, skráirðu 4ra stafa öryggisnúmer þitt.

Í leiðinni gefst gott tækifæri til að skrá eða uppfæra netfang og farsímanúmer fyrir almennar Netbankatilkynningar. Það er framkvæmt í liðnum "Grunnupplýsingar" á sama stað.

Rafræn skilríki
Rafræn skilríki í farsíma eru auðveld leið til rafrænnar auðkenningar og undirritunar, þar sem þau jafngilda framvísun persónuskilríkja á netinu. Virkja má skilríkin á farsímanum með því að mæta í næsta útibú Íslandsbanka.

Íslandsbanki mun á næstu misserum stórauka útbreiðslu sjálfsafgreiðslulausna byggt á rafrænum skilríkjum.

Þjónustuver Íslandsbanka veitir allar nánari upplýsingar í síma 440 4000 eða á islandsbanki@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall