Úthlutun úr Menningarsjóði VÍB

20.12.2016 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Menningarsjóður VÍB veitti styrki til þriggja verkefna í gær, mánudaginn 19. desember, við hátíðlega athöfn í nýju útibúi Íslandsbanka í Norðurturni.

Úhlutunin í gær nemur samtals tveimur milljónum króna. Verkefnin sem hlutu styrk eru:

Margrét Jónsdóttir og Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir: Super Black sýning í Kaupmannahöfn: 1.000.000 kr. Vegna sýningarinnar Super Black sem opnar í Nordbryggen, Kaupmannahöfn 1. september 2017. Sýningin heldur síðan áfram til Færeyja í febrúar 2018. Super Black er samstarfsverkefni þriggja listamanna, Kristínar Gunnlaugsdóttir, myndlistarkonu með olíumálverk, Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu með innsetningar og Valgeirs Sigurðssonar tónlistarmanns.

Pamela De Sensi Kristbjargardóttir: Djassútgáfa af Pétri og Úlfinum: 600.000 kr. Útgáfa á Pétri og Úlfinum eftir Prokofiev í djassútgáfu til að kynna djasstónlist fyrir börn. Að útgáfunni standa Pamela De Sensi Kristbjargardóttir í samstarfi við Stórsveit Reykjavíkur. Stefán Karl Stefánsson leikari verður í hlutverki sögumanns.

Emilía Rós Sigfúsdóttir: Geisladiskur til kynningar erlendis: 400.000 kr. Verkefnið felur í sér vinnu við undirbúning, upptökur og útgáfu á öðrum geisladiski umsækjanda, Emilíu Rósar Sigfúsdóttur með píanóleikaranum Ástríði Öldu Sigurðardóttur.

Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB:

„Við hjá Menningarsjóði VÍB erum afskaplega ánægð að geta stutt við þessi verkefni með okkar framlagi og óskum listamönnunum góðs gengis með þau.”

Til viðbótar við úthlutunina í dag þá hlutu fjögur verkefni styrki í vor að upphæð samtals 1.950.000 krónur.

Markmið Menningarsjóðs VÍB er að efla menningu og listir. Sjóðurinn styrkir fagfólk, eða hópa fagfólks, í listum og menningu en auk þess getur sjóðurinn veitt einn styrk á ári til afburðanemanda í listgrein. Stjórn sjóðsins úthlutar styrkjum að jafnaði tvisvar á ári til verkefna og auglýst er eftir umsóknum samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall