Íslandssjóðir í samstarf við First Hotels

16.12.2016 - Fréttir Íslandssjóðir

Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels og FAST-3, fagfjárfestasjóður í stýringu Íslandssjóða, hafa gengið til samstarfs um opnun hótels undir merkjum First Hotels í Hlíðasmára í Kópavogi á næsta ári.

Yfir 90 hótel eru starfrækt undir merkjum First Hotels víðsvegar í Skandinavíu en félagið var stofnað árið 1993 og er með höfuðstöðvar sínar í Osló. Félagið hyggur á opnun fleiri hótela á Íslandi á næstu misserum.

Hótelið í Hlíðasmára verður nútímalegt og hagkvæmt og mun First Hotels nýta sér nýjustu tæknilausnir og sjálfvirkni í gestaþjónustu. Mikil atvinnuuppbygging hefur átt sér stað við Smáralind en á næstu árum eru uppi áætlanir um nýja íbúðabyggð í bland við verslun og þjónustu.

Framkvæmdir eru hafnar og er yfirumsjón framkvæmda í höndum Capex Consult en áætlað er að hótelið taki á móti fyrstu gestum sínum í árslok 2017.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:
"Samstarf við First Hotels er mjög spennandi og stór áfangi að ná samningi við erlenda hótelkeðju um þessa viðbót í hótelflóruna á höfuðborgarsvæðinu. Það er jákvætt að sjá dreifingu gistirýma á höfuðborgarsvæðinu sem getur mætt hraðri fjölgun ferðamanna til landsins. Ljóst er að frekari fjárfestinga er þörf og ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum okkar að taka þátt í þeirri uppbyggingu með okkur."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall