Úthlutun úr Styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

14.12.2016

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögu sjóðsstjórnar Styrktarsjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir 2016. Úthlutunin nemur í heild sinni 2,5 milljónum króna.

Íslandsbanki er stoltur af því að fá tækifæri til að styðja við ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 20 ára. Með úthlutun styrkja úr sjóðnum er ungu afreksfólki gert kleift að komast enn lengra og ná árangri á erlendri grundu.

Úthlutunin fyrir 2016 skiptist á eftirfarandi hátt:

Saga Traustadóttir kylfingur, 250.000 kr. Saga sigraði á einu af mótum Eimskipsmótaraðar fullorðinna á síðasta keppnistímabili og síðustu tvö tímabil hefur hún unnið Íslandsbankamótaröðina í sínum aldursflokki. Framundan hjá Sögu eru mót í Bandaríkjunum.

Ingvar Andri Magnússon kylfingur, 250.000 kr. Ingvar Andri hefur fagnað stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni síðastliðin fjögur ár. Styrkurinn er veittur til að hann geti tekið þátt í fleiri mótum erlendis sem veita honum ómetanlega reynslu til lengri tíma litið.

Kristófer Darri Finnsson badmintonspilari, 250.000 kr. Kristófer Darri hefur keppt í yngri landsliðum í badminton en er nú kominn í A-landslið Íslands. Kristófer Darri fær styrk til að sækja mót erlendis sem gefa stig á heimslista.

Andri Nikolaysson Mateev skylmingar - höggsverð, 250.000 kr. Andri er Norðurlandameistari í U17 og U20 ára flokkum. Á Evrópubikarmóti sem haldið var í Sofíu Búlgaríu hafnaði Andri í 11. sæti. Komandi ár verður annasamt með m.a. keppni á EMU18 og U21, EM og HM fullorðinna.

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir samkvæmisdans, 500.000 kr. Kristinn Þór og Lilja Rún voru fyrstu Íslendingarnir til að vinna eitt sterkasta dansmót í heimi, The International Championship, sem haldið var í Englandi á þessu ári. Þar sigruðu þau 125 pör víðs vegar að úr heiminum. Framundan eru fjölmargar æfinga og keppnisferðir m.a. opin Evrópu- og Heimsmeistaramót.

Frjálsíþróttasamband Íslands, 1.000.000 kr. Styrkurinn er veittur vegna stórmóta og úrvalshóps FRÍ. Á næsta ári eru fjölmörg verkefni fyrirhuguð á vegum FRÍ fyrir unglinga á þessum aldri, þar sem margt efnilegt íþróttafólk hefur náð lágmörkum. Auk verkefna innanlands til undirbúnings má m.a. nefna Junioren-Gala í Mannheim í Þýskalandi, EM 16-19 á Ítalíu auk Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar.

Sjóðsstjórn er skipuð þeim Helgu H. Magnúsdóttur, Elsu Nielsen og Kristínu Rós Hákonardóttur. Umsóknir um styrk á árinu 2016 voru 81 talsins. Við mat á umsóknum leggur sjóðsstjórn til grundvallar almennt viðmið íþróttahreyfingarinnar um stöðu íþróttamanna og flokka í afreksstarfi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall