Nýtt útibú í Norðurturni opnaði í dag

12.12.2016

Nýtt og sameinað útibú Íslandsbanka opnaði í Norðurturni í Kópavogi í dag. Þrjú útibú sameinast í hinu nýja útibúi: Útibúin í Þarabakka, á Digranesvegi og á Garðatorgi. Útibúið í Norðurturni verður eitt af stærstu útibúum Íslandsbanka og er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, nálægt verslunarkjarna, einstaklings- og atvinnubyggð. Næg bílastæði eru við útibúið og aðgengi gott. Lilja Pálsdóttir er útibússtjóri hins nýja útibús í Norðurturni, Kári Tryggvason er viðskiptastjóri einstaklinga og Karl Sólnes Jónsson er viðskiptastjóri fyrirtækja.

Nýtt og sameinað útibú verður öflug fjármálamiðstöð sem mun bjóða upp á vandaða fjármálaráðgjöf fyrir viðskiptavini bankans. Öll hönnun og virkni útibúsins tekur mið af sveigjanleika í skipulagi, nýrri tækni, öflugri ráðgjöf og þjónustuupplifun viðskiptavina.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs:

Við erum afar stolt af útibúi okkar í Norðurturni þar sem við mætum þörfum viðskiptavina Íslandsbanka. Hátt þjónustustig verður í aðalhlutverki með það að markmiði að mæta kalli og kröfum viðskiptavina okkar. Um leið og stafrænni vegferð fleygir áfram þá hafa kröfur um persónulega og góða þjónustu ekkert minnkað en breyst. Í Norðurturni verður boðið upp á sérfræðiþekkingu hjá vottuðum fjármálaráðgjöfum útibúsins samhliða því að auka möguleika á allri sjálfsafgreiðslu. Þannig verða sérstakir hraðþjónusturáðgjafar til þjónustu reiðubúnir til að aðstoða viðskiptavini svo hægt sé að gera heimsóknina í útibúið sem þægilegasta og mikið verður lagt upp úr ánægjulegri upplifun viðskiptavina.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall