Íslandsbanki besti banki ársins að mati The Banker

08.12.2016 - Kauphöll

Íslandsbanki hefur verið valinn besti bankinn á Íslandi fyrir árið 2016 af The Banker, tímariti sem gefið er út af The Financial Times. 

Bankinn þykir hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu 12 mánuðum að mati dómnefndar. Á þetta bæði við um fjárhag hans og rekstur og einnig um fjölmargar nýjungar og verkefni sem ráðist hefur verið í á tímabilinu. Má þar nefna nýtt greiðslumiðlunarapp, Kass, rafrænt greiðslumat og skjáspegilinn sem einfalda bankaviðskiptin.  

Íslandsbanki var valinn besti bankinn af The Banker árið 2014 og hefur jafnframt verið valinn besti bankinn á Íslandi af Euromoney fjögur ár í röð. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 

Við erum afar stolt og ánægð með að fá þessa viðurkenningu frá jafn virtum aðila og The Banker. Þetta er mikilvæg staðfesting á því að við erum á réttri leið og að þrotlaus vinna okkar framúrskarandi starfsfólks skili árangri. Fyrst og fremst er þetta okkur hvatning til að gera enn betur og halda áfram að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi. 

Verðlaunin voru veitt í gærkvöldi í London að viðstöddum fulltrúum yfir 100 banka víðs vegar um heiminn. 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall