Síldarstúlkurnar komnar heim

07.12.2016

Íslandsbanki afhenti Síldarminjasafninu á Siglufirði hið stóra og þekkta málverk „Konur í síldarvinnu" í gær. Myndin er eftir Gunnlaug Blöndal og hefur verið eitt af kennileitum á Siglufirði í hátt í 70 ár.

Myndin hefur prýtt húsakynni Útvegsbankans síðar Íslandsbanka og síðast Sparisjóðs Siglufjarðar. Hún er nú í Síldarminjasafninu en til stendur að setja hana upp í endurnýjuðu Salthúsi á Siglufirði á næsta ári.

„Konur í síldarvinnu" var afhent við formlega athöfn í gær í Síldarminjasafninu. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, flutti stutt ávarp og því næst fóru Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, yfir sögu myndarinnar og þýðingu hennar fyrir heimamenn. Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins, tók á móti verkinu.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Myndin af síldarstúlkum Gunnlaugs Blöndal er einstök mynd vegna þess að hún sýnir mikilvægi kvenna í samfélaginu á þeim tíma þegar mikið gekk á í bænum. Myndin hefur verið sýnd víða um heim og við getum verið stolt af því að síldarstúlkurnar hafi ferðast um heiminn og hlotið verðskuldaða athygli. Með þessari gjöf okkar til Síldarminjasafnsins erum við glöð að færa síldarstúlkurnar aftur til Siglufjarðar, þar sem þær eiga heima."

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra:
„Mynd Gunnlaugs Blöndal skipar sess í huga fjölmargra Siglfirðinga. Það er einkar ánægjulegt að Íslandsbanki sýni þann stórhug og skilning sem birtist í þeirri ákvörðun að afhenda Síldarminjasafninu myndina til eignar. Þar með er myndin komin heim og mun gleðja alla þá sem gera sér ferð á safnið. Ég vil því þakka stjórnendum Íslandsbanka og þá einkum Birnu Einarsdóttur fyrir þessa ákvörðun og jafnframt óska Síldarminjasafninu til hamingju með myndina."

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall