Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka fyrir 2016 komin út

22.11.2016
Aflaverðmæti ársins 2015 námu rúmum 151 mö. kr. sem er 9,2% aukning frá árinu 2014 miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka sem kom út í dag. Þorskur var verðmætasta útflutningstegundin á árinu 2015 líkt og síðastliðin sex ár.

Í skýrslunni kemur fram að Ísland er þriðja stærsta fiskveiðiþjóð í Evrópu með rúmlega eina milljón tonn í lönduðum afla. 87% af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða á árinu fóru til 15 helstu viðskiptaþjóða Íslands á sviði sjávarafurða.

Þá kemur fram að aukin samþjöppun í greininni feli í sér aukna skuldsetningu en á sama tíma stuðli hún að meiri hagkvæmni í rekstri, aukinni framleiðni og bættri arðsemi félaganna. Þá eru stærri félög, sem hafa aflaheimildir í fleiri tegundum fiskistofna, betur í stakk búin að takast á við rekstrarsveiflur.

Sjávarútvegsskýrslan var kynnt í dag í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Íslandsbanka fór yfir helstu atriði sem fram komu í skýrslunni. Í umræðum tóku þátt þeir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins. Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum stjórnaði umræðum og sá um fundarstjórn.

Skýrsluna má nálgast á vef Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall