Íslandsbanki tilnefnt Markaðsfyrirtæki ársins 2016

16.11.2016

Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í gær. Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki tilnefnd til verðlaunanna. Verðlaunin eru á vegum ÍMARK og eru veitt þeim fyrirtækjum sem þykja hafa skarað fram úr í markaðsmálum undanfarin tvö ár. Valið byggir á ítarlegu ferli dómnefndar sem leggur mat á fagmennsku og árangur fyrirtækjanna í markaðsmálum.

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin.

ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst.

Dómnefndina skipuðu:

  • Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar.
  • María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK.
  • Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og
    stjórnarmaður í ÍMARK.
  • Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels.
  • Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd
    Thoranna.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall