Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka auglýsir byggingarland til sölu

14.11.2016
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka auglýsir til sölu 15 hektara byggingarland í Mosfellsbæ. 

Landið er byggingarland úr landi Blikastaða í Mosfellsbæ, landanúmer 176813 og er í eigu samstæðu bankans, LT lóða. Landið liggur við bæjarmörk Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, sunnan megin við Korpúlfsstaðaveg og neðan við Vesturlandsveg niður að ánni Korpu. 

Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir að verslunar- og þjónustusvæði og/eða athafnasvæði byggist upp á landinu.

Deiliskipulag hefur ekki verið gert fyrir landið og eru gatnagerðargjöld því ógreidd. Deiliskipulagstillögur frá árunum 2008 og 2013, sem unnar voru af eigendum landsins, gerðu ráð fyrir að byggingarmagn á landinu gæti numið 117-130 þúsund m2.

Óskað er eftir tilboðum fyrir klukkan 14:00, miðvikudaginn 30. nóvember 2016. Tilboðsgjafar geta nálgast sölugögn í gegnum netfangið blikastadir@islandsbanki.is og þangað skal einnig skila tilboðum á rafrænu formi. 
 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall