Afkoma fyrstu níu mánaða ársins 2016

09.11.2016 - Kauphöll

Helstu atriði í afkomu fyrstu 9 mánaða ársins (9M16)

 • Hagnaður bankans eftir skatta var 15,6 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 16,7 ma. kr. á sama tímabili 2015. Afkoman á tímabilinu skýrist af sterkum grunntekjum og einskiptishagnaðar vegna sölu Borgunar á hlutabréfum í Visa Europe, en skýrist af hagnaði vegna virðisbreytinga útlána á sama tímabili 2015.
 • Arðsemi eigin fjár var 10,3% samanborið við 11,9% á sama tímabili 2015.
 • Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 11,2 ma. kr., samanborið við 11,8 ma. kr. á 9M15. Sé miðað við 15% eiginfjárþátt 1 (CET1), var arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi 10,4% samanborið við 12,3% á sama tímabili 2015.
 • Hreinar vaxtatekjur voru 23,7 ma. kr. (9M15: 21,0 ma. kr.) sem er aukning um 13% og skýrist af háu vaxtaumhverfi og auknu eigin fé. Vaxtamunur var 3,0% (9M15: 2,9%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 9,9 ma. kr. sem er á pari við sama tímabil 2015 eða 9,9 ma. kr.
 • Um 1,2 milljarða einskiptiskostnaður var vegna skemmda á núverandi höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi.
 • Kostnaðarhlutfall var 56,0% (9M15: 55,6%), að undanskildum sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki og einskiptiskostnaði.
 • Heildareignir voru 1.068 ma. kr. í lok tímabilsins (júní16: 1.030 ma. kr.), en lán til viðskiptavina og lausafjáreignir eru samtals 95% af heildarefnahagsreikningi.
 • Útlán til viðskiptavina jukust um 2,8% frá áramótum eða í 684,2 ma. kr . Aukningin dreifist vel á mismunandi útlánaeiningar bankans, en styrking krónunnar hafði nokkur áhrif til lækkunar á lánasafni.
 • Hlutfall lána með vanskil umfram 90 daga og virðisrýrnun var 2,3% (júní16: 2,5%).
 • Innlán frá viðskiptavinum lækkuðu um 6,8% og voru 553 ma. kr. í lok tímabilsins sem er í línu við væntingar tengdum nauðasamningum slitabúa og gjaldeyrisútboðum.
 • Eiginfjárhlutfall og eiginfjárþáttur 1 (CET1) var 27,8%, en 138 milljón evra víkjandi skuldabréf var endurgreitt í september.
 • Lausafjárstaða bankans er mjög traust og umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Í lok september 2016 var lausafjárþekjuhlutfallið (LCR) 195% (júní16: 173%) og fjármögnunarhlutfallið (NSFR) var 126% (júní16: 117%).
 • Vogunarhlutfall (e. leverage ratio) var 17,7% við lok tímabilsins samanborið við 18,3% í lok júní 2016 sem telst afar hóflegt.
 • Bankinn hefur gefið út þrjú skuldabréf í erlendri mynt á tímabilinu. Í ágúst gaf bankinn út 500 milljón evra skuldabréf (ISK 65 ma. kr.) til fjögurra ára á 1,75% föstum vöxtum, eða sem samsvarar 200 punkta álagi yfir millibankavexti. Í janúar var gefið út 35 milljónir dollara skuldabréf og útistandandi skuldabréfaútgáfa stækkuð um 75 milljón evra í maí.
 • S&P hækkaði lánshæfiseinkunn Íslandsbanka í BBB/A-2 með jákvæðum horfum í október 2016. Í apríl staðfesti Fitch lánshæfismatið BBB-/F3 með stöðugum horfum. Íslandsbanki er eini íslenski bankinn með lánshæfismat í fjárfestingarflokki frá tveimur alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum.

Helstu atriði í afkomu þriðja árshluta (3Q16)

 •  Hagnaður bankans eftir skatta var 2,5 ma. kr. á þriðja árshluta 2016 (3F15: 5,9 ma. kr.)
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárþátt 1 (CET1) var 8,7% á fjórðungnum (3F15: 11,1%)
 • Hreinar vaxtatekjur voru 7,8 ma. kr. (3F15: 7,5 ma. kr.)
 • Hreinar þóknanatekjur voru 3,2 ma. kr. (3F15: 3,5 ma. kr.)

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Þriðji ársfjórðungur ársins 2016 var mjög viðburðaríkur í rekstri Íslandsbanka, þá sér í lagi á fjármögnunarhliðinni og í ytra umhverfi hans.

Skuldastaða íslenska ríkisins, fyrirtækja og heimila í landinu hefur stórbatnað á undanförnum árum og lög um skref til afléttingu hafta hafa verið samþykkt. Þá gaf bankinn nýlega út 500 milljón evra skuldabréf og er nú að fullu fjármagnaður á markaði. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir skuldabréfinu og hefur álag farið lækkandi á eftirmarkaði. Hækkun á lánshæfiseinkunn S&P í BBB/A-2 með jákvæðum horfum í október er í takt við þá þessa hagstæðu þróun í íslenska hagkerfinu og fjármálageiranum.

Sterk staða á markaði heldur áfram að skila bankanum góðum undirliggjandi rekstri og arðsemi. Hagnaður fyrstu níu mánaða ársins var 15,6 ma. kr. sem skilaði 10,3% arðsemi eiginfjár en eins og áður hefur fram komið, höfðu einskiptisliðir jákvæð áhrif á afkomuna á tímabilinu. Afkoma af grunnrekstri var 11,2 milljarðar, eða 10,4% arðsemi eigin fjár. Vaxtatekjur jukust um 13% frá fyrra ári og stafar það fyrst og fremst af hærra vaxtaumhverfi og auknu eigin fé. Samkeppni í útlánum fer harðnandi, sem samhliða sívaxandi skattlagningu á fjármálakerfið mun gæta í arðsemi bankans til lengri tíma.

Vogunarhlutfall er áfram lágt í 17,7%. Eiginfjárhlutföll standa vel og einkar sterk lausafjárhlutföll gera bankann vel í stakk búinn til að takast á við möguleg áhrif vegna frekari afléttingu hafta og frekari sóknar.“

Fjárfestatengsl - símafundur á ensku

Á miðvikudaginn 9. nóvember verður markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 13.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér: http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarhagsdagatal/.

Myndband

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, fer yfir það markverðasta í rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 í meðfylgjandi myndbandi.

Nánari upplýsingar

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall