Starfsmenn Íslandsbanka hluti af Veraldarvakt Rauða krossins

01.11.2016

Tveir starfsmenn Íslandsbanka, Hrafnhildur Garðarsdóttir, viðskiptastjóri fyrirtækja á Suðurlandsbraut, og Kristján Rúnar Kristjánsson, forstöðumaður í Áhættustýringu, eru orðnir hluti af Veraldarvakt Rauða krossins. Þau munu þannig koma til greina í alþjóðlegt hjálparstarf á vegum hans á sviðum upplýsingatækni og fjármála.

Hrafnhildur og Kristján Rúnar luku nýlega við þátttöku í sendifulltrúanámskeiði Rauða krossins þar sem þátttakendur voru m.a. settir í þær aðstæður sem þau mega búast við sem starfsmenn Veraldarvaktar: „Við fengum mjög skýra leiðsögn í því hvert hlutverk starfsmanna Rauða krossins er, hvað við megum gera og hvernig við eigum að bregðast við í öllum mögulegum aðstæðum,” segir Hrafnhildur. Hún segir hlutverk starfsmanna á Veraldarvakt fjölbreytt: „Verkefnin geta verið allt frá því að heimsækja fanga í fangelsi og koma skilaboðum til fjölskyldu þeirra yfir í fjármálaætlanagerð í tengslum við verkefni Rauða krossins á vettvangi,” segir Hrafnhildur.

Kristján Rúnar hefur áður unnið að hjálparstarfi þegar hann hafði aðkomu að uppbyggingu að barnaheimili og skóla á Indlandi. Hann segir að á námskeiðinu hafi opnast fyrir honum ný sýn á verkefni Rauða krossins: „Þó flestir sjái fyrir sér starf Rauða krossins sem neyðaraðstoð þá fer líka stór hluti starfsins í að byggja upp og undirbúa samfélögin fyrir náttúruvá eða stríðsátök. Okkar aðstoð kæmi frekar að slíku uppbyggingarstarfi,” segir Kristján Rúnar.

Íslandsbanki fjármagnar þátttöku starfsmannanna í námskeiðinu og er framtakið hluti af Hjálparhönd. Hjálparhönd er verkefni innan Íslandsbanka þar sem starfsfólk leggur góðu málefni lið með því að starfa fyrir ákveðið góðgerðarfélag/félög í einn eða fleiri daga á ári.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauði krossins:

Það er afar ánægjulegt hvað  öflugt fólk alls staðar í  samfélaginu er til í að leggja starfi  Rauða krossins lið. Starfsfólk Íslandsbanka, í gegnum verkefnið Hjálparhönd , hefur og mun gefa félaginu af þekkingu sinni og tíma og fyrir það erum við þakklát

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall