Íslandsbanki tekur upp fast lántökugjald við húsnæðislánveitingar

26.10.2016

Lántökugjald við húsnæðislánveitingar hefur verið breytt í fasta krónutölu í stað hlutfalls af lánsfjárhæð eins og tíðkast hefur hingað til. Almennt lántökugjald við nýjar húsnæðislánveitingar verða 65.000 kr. í stað 0,75% af lánsfjárhæð áður. Fyrstu kaupendur munu áfram fá lántökugjaldið fellt niður að fullu.

Fyrir stóran hóp lántakenda er um umtalsverða lækkun á lántökugjaldi að ræða. Fyrir meðalfjárhæð á nýju húsnæðisláni, um 20 m.kr., þýðir breytingin um 57% lækkun á lántökugjaldi, úr 150 þúsundum kr. og niður í 65 þúsund kr.

Þá mun bankinn veita helmingsafslátt á lántökugjaldi við endurfjármögnun húsnæðislána og verður gjaldið því 32.500 kr. við endurfjármögnun. Með þessari breytingu vill bankinn koma til móts við þá viðskiptavini sem nú þegar eru með húsnæðislán hjá bankanum og veita þeim góð kjör kjósi þeir að færa sig á milli lánsforma og endurfjármagna lán sín.

Stefna Íslandsbanka er að vera númer 1 í þjónustu og býður bankinn upp á víðtæka húsnæðisþjónustu bæði í útibúum bankans og á vefnum. Sem dæmi um það þá eru starfandi sérhæfðir ráðgjafa í húsnæðisþjónustu í öllum útibúum og þjónustuveri bankans sem aðstoða fólk við allt sem viðkemur fjármögnun íbúðarhúsnæðis og nú nýlega kynnti bankinn nýtt netgreiðslumat sem er án endurgjalds út árið 2016.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall