Kvennafrí á mánudaginn

21.10.2016

Næstkomandi mánudag, þann 24. október munu Samtök kvenna um kvennafrí standa fyrir samstöðufundi á Austurvelli. Þann dag eru konur hvattar til að leggja niður störf kl 14:38 og fylkja liði niður á Austurvöll til að taka þátt samstöðufundinum.

Íslandsbanki hvetur konur til að taka þátt og sýna samstöðu í verki. Íslandsbanki leggur mikla áherslu á jöfn tækifæri fyrir karla og konur og að auka vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Bankinn hefur stuðlað að því að jafna laun kynjanna, auka möguleika beggja kynja til starfsframa og jafna hlutföll kynjanna í stjórnendastöðum.

Bankinn skrifaði meðal annars undir Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact 2011, hlaut Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC árið 2015 og Hvatningarverðlaun Jafnréttismála nú í ár. Bankinn vinnur því ötullega að því að útrýma hvers konar mismunun.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall