Samkomulag hefur náðst um kaup á 69% hlut í Ölgerðinni

19.10.2016

Samkomulag hefur náðst um kaup á 69% hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Seljendur eru Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf., F-13 ehf. og Lind ehf. Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. Kaupsamningur sem nú hefur verið undirritaður er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ráðgjafar kaupendahópsins í viðskiptunum voru Íslandsbanki og Lagahvoll.
„Ölgerðin Egill Skallagrímsson er afar spennandi fyrirtæki og það er með mikilli tilhlökkun sem við bætumst í hóp eigenda félagsins. Ölgerðin, sem er í hópi öflugustu fyrirtækja landsins, hefur alla burði til að vaxa frekar og nýta þau sóknartækifæri sem til staðar eru á markaði,“ segir Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III.

Núverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson og forstjóri félagsins, Andri Þór Guðmundsson eru ekki þátttakendur í sölunni og munu því áfram eiga stærsta einstaka hlutinn í félaginu í gegnum félag sitt, OA Eignarhaldsfélag ehf. Í kjölfar viðskiptanna stefna eigendur að því að auka hlutafé Ölgerðarinnar til að styðja við innri vaxtaráform félagsins.
„Við fögnum nýjum aðilum í eigendahóp Ölgerðarinnar. Þetta er 103 ára gamalt fyrirtæki sem er vel rekið og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna, með sterk vörumerki og mikil tækifæri, ekki síst á sviði útflutnings,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar.

Um Ölgerðina Egill Skallagrímsson:
Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði. Félagið framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Þar starfa liðlega 400 starfsmenn og áætluð velta fyrirtækisins í ár er tæplega 22 milljarðar króna.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall