Ný skýrsla Greiningar um íbúðamarkaðinn

18.10.2016

Íslandsbanki kynnti nýja íbúðamarkaðsskýrslu í dag. Spáð er 9,3% hækkun á verði íbúðarhúsnæðis í ár, 11,4% á næsta ári og um 6,6% 2018. Bætt fjárhagsleg staða heimila, vöxtur ferðaþjónustu og fólksfjölgun eru m.a. ástæður hækkunar á húsnæðisverði.

Ef leigumarkaðurinn er skoðaður kemur í ljós að einungis um 23% fólks á leigumarkaði kjósa að leigja fremur en að eiga fasteign. Í skýrslunni kemur einnig fram að íbúðaverð hefur hækkað 12 prósentustigum umfram laun á höfuðborgarsvæðinu og 10 prósentustigum á Norðurlandi eystra frá árinu 2010. Á öllum öðrum landsvæðum hafa laun hækkað hlutfallslega meira en íbúðaverð og því auðveldara að kaupa íbúð á þeim landsvæðum en á árinu 2010.

Þá kemur fram að þrjú þúsund eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík. Þetta er tæp 80% fjölgun frá því í ágúst 2015. Fermetraverð íbúða innan höfuðborgarsvæðisins er hæst í 101 Reykjavík eða 462 þúsund krónur og lægst á Vestfjörðum, 90 þúsund krónur.

Skýrsluna, upptökur frá fundinum og annað áhugavert efni um skýrsluna má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall