100. fundur „Fjármál við starfslok”

18.10.2016 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

 Fræðslufundurinn „Fjármál við starfslok”, á vegum VÍB,  var haldinn í 100. sinn í morgun. Frá því fundarröðin hóf göngu sína hafa yfir 4400 gestir sótt fundina og um 3000 manns horft á þá á netinu.

Breyttar greiðslur og skerðingar hjá Tryggingastofnun var efni 100. fundarins.

Nýlega voru samþykkt ný lög um almannatryggingar og ræddi Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um þær umfangsmiklu breytingar sem þeim fylgja. Meðal  þess sem útskýrt var fyrir gestum fundarins voru breytingar á greiðslum og skerðingum, hækkun lífeyrisaldurs og meiri sveigjanleiki við töku lífeyris.

Efni fundarraðar VÍB um fjármál við starfslok hefur m.a. verið um ráðstöfun séreignarsparnaðar, Tryggingastofnun og almenna ávöxtun á lífeyrisaldri.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB:

“Við finnum fyrir miklum áhuga á fræðslu okkar um starfslok og sífellt fjölgar þeim sem óska eftir erindum. Því miður flækjast fjármál fólks töluvert þegar komið er á lífeyrisaldur og til að fyrirbyggja mistök er mikilvægt að kynna sér málin vel. Við leggjum okkur fram við að ræða þessi flóknu kerfi á mannamáli og það hefur gefði góða raun.”

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall