Þjóðhagsspá Íslandsbanka kynnt á Fjármálaþingi

28.09.2016

Greining Íslandsbanka spáir kröftugum hagvexti í ár eða 4.9% og á næsta ári er spáð 5,1% hagvexti. Er þetta meiri hagvöxtur en mælst hefur hér á landi um árabil. Í kjölfarið er reiknað með hægari hagvexti árið 2018 eða 3,0%. Landsframleiðsla á mann hefur aukist töluvert og mælist nú mikil í alþjóðlegum samanburði. Jafnframt hafa þættir í afkomu heimila þróast með hagfelldum hætti og stutt við vöxt einkaneyslu. Má þá helst nefna kaupmátt launa, störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi hjaðnað. Spáir Greining Íslandsbanka því að þessi hagfelda þróun haldi áfram. Hér má nálgast skýrsluna.

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, fór yfir efnhagshorfur á vel sóttu Fjármálaþingi sem haldið var í dag. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kynnti fyrirhugaða flutninga bankans í nýjar höfuðstöðvar og Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði, og Nikulás Árni Sigfússon, sérfræðingur hjá Mörkuðum, fóru yfir leiðir fyrirtækja til að mæta óvissu og breytingum í efnahagsumhverfi.

Í lokin voru umræður um efnahagshorfur og áhrif þeirra á rekstur íslenskra fyrirtækja. Í umræðunum tóku þátt:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og formaður Samtaka atvinnulífsins
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Fundarstjóri var Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall