Ný-Fiskur í söluferli

23.09.2016

Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi félagsins, Ný-Fiskur, í Sandgerði. Fyrirhuguð sala er liður í stefnu Framtakssjóðs Íslands, sem á Icelandic Group að fullu, að einfalda rekstur félagsins. Ný-Fiskur er eitt fjögurra dótturfélaga Icelandic Group en fyrr í þessum mánuði var tilkynnt um undirritun samnings vegna sölu á Icelandic Ibérica á Spáni til framleiðenda á Íslandi. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að sjá um söluferli alls hlutafjár í Ný-Fisk.

Ný-Fiskur sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum. Félagið nýtir um 6.000 tonn af hráefni árlega og eru tekjur fyrir árið 2016 áætlaðar um 3.000 m.kr. Stór hluti afurða er fluttur með flugi til viðskiptavina í Belgíu og annarra Evrópulanda. Ný-Fiskur rekur vel útbúna vinnslu að Hafnargötu 1 í Sandgerði. Félagið gerir út línubátinn Von GK-113 í gegnum dótturfélag sitt, Útgerðarfélag Sandgerðis, sem er með um 800 þorskígildistonn af aflaheimildum í krókaaflamarkskerfinu. Hjá félaginu starfa um 70 manns og framkvæmdastjóri þess er Þorsteinn Magnússon.

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í gegnum netfangið nyfiskur@islandsbanki.is eða í síma 440-4011.

 

Um Icelandic Group:

  • Icelandic Group er eignarhaldsfélag sem heldur utan um dótturfyrirtæki félagsins í Bretlandi, Belgíu, á Spáni og Íslandi sem öll sérhæfa sig í framleiðslu og sölu á sjávarfangi. Samanlögð velta Icelandic Group nam um €500 milljónum árið 2015.
  • Icelandic Group er einnig móðurfélag ITH (Icelandic Trademark Holding) sem er eigandi vörumerkjanna ´Icelandic´ og ´Icelandic Seafood´ og heldur utan um alla markaðssetningu vörumerkjanna og þjónustu gagnvart leyfishöfum og öðrum framleiðendum á Íslandi.
  • Í Bandaríkjunum er Icelandic Group í samstarfi við Highliner Foods sem er leyfishafi og selur vörur undir vörumerkinu ´Icelandic Seafood´ inn á hótel og veitingahúsamarkað.
  • Icelandic Group er í 100% eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). FSÍ er fjárfestingarsjóður í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS. 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall