Skjáspegill – ný þjónusta hjá Íslandsbanka

20.09.2016

Íslandsbanki, í samstarfi við sprotafyrirtækið CrankWheel, hefur innleitt nýja þjónustu í þjónustuveri bankans sem nefnist Skjáspegill Íslandsbanka. Skjáspegill er ný lausn sem gerir ráðgjöfum okkar í þjónustuveri kleift að deila upplýsingum úr vafra. Með Skjáspegli Íslandsbanka geta ráðgjafar Íslandsbanka farið yfir málin og leiðbeint og aðstoðað viðskiptavini á einfaldan og öruggan hátt í síma eða Netspjalli.

Þetta kemur sér t.a.m. vel þegar farið er yfir sparnaðarleiðir eða ólíka húsnæðislánakosti og almennt þegar ráðgjafar fara yfir þær vörur og þjónustu sem bankinn býður.
Einfalt og öruggt í notkun.

Skjáspegill er einfaldur í notkun þar sem ráðgjafinn sendir viðskiptavinum tengil í SMS eða tölvupósti.  Viðskiptavinir þurfa þannig ekki að hlaða niður sérstöku forriti til þess að nota Skjáspegil. Hægt er að nota Skjáspegill í öllum tækjum óháð tegund eða stýrikerfum. Skjáspegill virkar í hvaða vafra sem er.  Öll samskipti í gegnum Skjáspegil eru dulkóðuð og lausnin uppfyllir strangar öryggiskröfur Íslandsbanka.

 

Á meðfylgjandi mynd eru Þorgils Sigvaldason og Jói Sigurðsson frá CrankWheel ásamt Malenu B. Baldursdóttur og Hallfríði Jónasdóttur hjá Þjónsutuveri Íslandsbanka.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall