Íslandsbanki ræður ráðgjafa vegna eignarhlutar í Borgun

19.09.2016

Íslandsbanki hefur ráðið  alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Corestar Partners ásamt fyrirtækjaráðgjöf bankans til ráðgjafar í tengslum við mótun framtíðarstefnu um eignarhlut bankans í Borgun. Corestar Partners  sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf á sviði greiðsluþjónustu og er með starfsstöðvar í Sviss og Þýskalandi.  Möguleg niðurstaða ráðgjafarvinnunnar er að bankinn selji eignarhlut sinn í félaginu og færi slík sala þá fram í opnu og gagnsæju söluferli.

Íslandsbanki á 63,5% hlut í Borgun og er félagið flokkað sem dótturfélag bankans. Hreinar rekstrartekjur Borgunar voru um 4,7 miljarðar króna á árinu 2015 og hagnaður um 1,5 milljarður króna. Samsvarar það um 10% af rekstrartekjum bankans og rúmlega 7% hagnaðar á því tímabili

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall