Ertu framúrskarandi framkvæmdastjóri?

19.09.2016 - Fréttir Íslandssjóðir

Íslandssjóðir óska eftir umsóknum í starf framkvæmdastjóra.

Íslandssjóðir hf. er leiðandi félag á sviði sjóðastýringar og annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða, fjarfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Félagið er sjálfstætt fjármálafyrirtæki í eigu Íslandsbanka hf. Nánari upplýsingar um félagið eru á heimasíðu þess, www.islandssjodir.is.

Íslandssjóðir voru á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2015, fimmta árið í röð samkvæmt ítarlegu styrk- og stöðuleikamati Creditinfo og er markmið starfsmanna og stjórnar að vera í fremstu röð.

Framkvæmdastjóri Íslandssjóða mun þurfa að standast hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Umsóknarfrestur er til og með 25. september

Upplýsingar og umsókn capacent.is

Starfssvið:

  • Dagleg stjórnun og rekstur félagsins.
  • Stefnumótun, áætlanagerð og markmiðasetning ásamt eftirfylgni.
  • Uppbygging sérhæfðra fjárfestinga.
  • Efling viðskiptaþróunar og aukning markaðshlutdeildar.
  • Ábyrgð á vönduðum vinnubrögðum á öllum sviðum í starfsemi félagsins.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Rekstrar- og stjórnunarreynsla.
  • Áhugi á að taka þátt í breytingum.
  • Stefnumiðuð sýn og leiðtogafærni.
  • Góð þekking á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall