Framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf. óskar eftir að láta af störfum

16.09.2016

Haraldur Örn Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu eftir fjögurra ára árangursríkt starf. Haraldur Örn er hæstaréttarlögmaður og hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra í júní 2012. Á þeim tíma hefur hann stýrt félaginu með farsælum hætti, unnið ötullega að uppbyggingu þess í kjölfar ölduróts og umbreytinga sem fjármálamarkaðurinn hefur gengið í gegnum á síðustu árum.

„Haraldur Örn tók við Íslandssjóðum í kjölfar mikilla umbrotatíma á fjármálamörkuðum og hefur leitt félagið í gegnum umfangsmikið umbreytingaferli sem hann hefur stýrt með miklum sóma. Samstarfið við Harald hefur verið bæði árangursríkt og ánægjulegt og óskar stjórn félagsins honum velfarnaðar í framtíðinni," segir Tanya Zharov, stjórnarformaður Íslandssjóða sem jafnframt þakkar Haraldi Erni fyrir vel unnin og árangursrík störf í þágu félagsins.

Haraldur Örn þakkar samstarfsfólki og stjórn fyrir einstaklega gott og ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. „Uppbygging félagsins hefur gengið framúrskarandi vel á erfiðum tímum og geta starfsmenn félagsins verið stoltir af þeim góða árangri," segir Haraldur Örn og bætir við að hann komi til með að vera stjórn félagsins innan handar þar til að nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall