Vefútgáfa Heimabankans opnaði fyrir 20 árum

27.07.2016

Í dag eru 20 ár síðan Íslandsbanki opnaði vefútgáfuna af Heimabankann sem lagði grunninn að Netbankanum eins og við þekkjum hann í dag. Fram að því hafði þurft að setja upp forrit til að komast í Heimabankann. Frá og með þessum degi var því hægt að komast í Heimabankann hvar og hvenær sem er. Þetta voru stór og mikil tíðindi á þeim tíma og öllu tjaldað til. Fyrirtækið Rauði dregillinn var fengið til að útbúa fyrstu auglýsingu sinnar tegundar hérlendis en aldrei hafði auglýsing verið útbúin að öllu leyti í tölvu og prentuð á filmu í kvikmyndaupplausn.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 20 árum. Netbankinn er mjög mikilvægur þáttur í bankaviðskiptum eru notendur orðnir rúmlega 100.000. Íslandsbanka appið hefur bæst við þar sem notendur eru um 50.000 og yfir 7.000 manns nýta sér greiðslumiðlunarforritið Kass.að má því segja að þessi frétt fyrir 20 árum hafi verið byrjunin á langri og skemmtilegri vegferð bankans.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna og auglýsinguna fyrir Heimabankann.


Íslandsbanki opnar fyrsta Íslenska Heimabankann á Internetinu

Íslandsbanki hefur nú fyrstur íslenskra banka opnað Heimabankann á Internetinu. Nú geta viðskiptavinir bankans nálgast upplýsingar um viðskipti sín á netinu, hvar svo sem þeir eru staddir í heiminum.

Heimabankinn auðveldar allt utanumhald um fjármál einstaklinga og heimila. Á reikningsyfirliti kemur fram úttektarstaður debetkorts, kreditkortayfirlitið sýnir innlendar og erlendar færslur og á viðskiptayfirliti sést heildarstaða notenda á hverjum tíma. Eins er hægt að fletta upp í þjóðskrá, skoða gengisskráningu og reikna út greiðslubyrði lána.

Núverandi notendur Heimabankans geta á auðveldan hátt opnað fyrir aðgang sinn að Heimabankanum á Internetinu í Heimabankaforritinu sínu.

Öryggi á Internetinu hefur verið mikið í umræðunni og sumum hefur sýnst sem svo að því sé áfátt. Mikil þróun hefur hins vegar orðið í öryggismálum og fyrir Heimabankann notar Íslandsbanki einungis fullkomnustu staðla, hugbúnað og vélbúnaðsem völ er á. Með þessu er tryggt að hverju sinni er fullkomlega öruggt samband á milli notenda og Íslandsbanka og að enginn utanaðkomandi kemst í gögn annars.

Á Internetinu er einnig að finna allar upplýsingar um starfsemi og þjónustuþætti Íslandsbanka og dótturfyrirtækjanna Glitnis og VÍB.

Það er stefna bankans að vera ávallt í takt við nýja tíma og með þessu skrefi inn á Internetið er Íslandsbanki búinn að skipa sér meðal þeirra banka í heiminum sem standa hvað fremst á Internetinu.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall