Þrettán námsmenn hljóta námsstyrki ÍSB

22.07.2016

Þrettán námsmenn hlutu á dögunum námsstyrki Íslandsbanka. Námsmennirnir eru úr framhaldsskólum og háskólum og voru valdir úr hópi 300 umsækjenda.

Afhendingin fór fram í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi. Bankinn veitir árlega styrki til framúrskarandi nemenda.

Styrkirnir voru veittir í þremur flokkum:

 • 3 styrkir til framhaldsskólanáms 100.000 krónur hver
 • 5 styrkir til háskólanáms (BA/BS/B.Ed) 300.000 krónur hver
 • 5 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi 500.000 krónur hver

„Við erum afar stolt af styrkhöfunum í ár og það er mikill heiður fyrir Íslandsbanka að fá að taka þátt í að styrkja þetta duglega fólk til frekara náms. Hópurinn er með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu og það verður án efa spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni,” sagði Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka í tilefni dagsins.

Dómnefndina skipuðu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka og Hólmfríður Einarsdóttir markaðs- og þjónustustjóri Íslandsbanka.

Þau sem hlutu styrki Íslandsbanka eru:

 • Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Sólveig Hrönn leggur stund á fornmál og stefnir á námi í fornfræði á erlendri grundu að loknu stúdentsprófi.
 • Eva Kolbrún Kolbeins, nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Eva Kolbrún æfir með meistaraflokki Gróttu í handbolta, er mjög virk í nemendafélögum og hefur spilað með Ungsveit Sinfóníu hljómsveitar Íslands.
 • Bjarni Ármann Atlason, nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Bjarni Ármann hefur hlotið viðurkenningar fyrir námsárangur frá Vigdísi Finnbogadóttur, sendiherra Kanada og sendiherra Danmerkur. Þá hefur hann unnið nokkra íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum.
 • Andri Már Þórhallsson, nemandi í Háskólanum í Reykjavík. Andri Már hefur hlotið nýnemastyrk og verið á forsetalista HR. Samhliða námi hefur Andri Már meðal annars búið til vinsælan tölvuleik sem er seldur í gegnum Apple app store.
 • Heiður Þórisdóttir, nemandi í Háskóla Íslands. Heiður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir námsárangur og stefnir á frama í umhverfis- og orkumálum.
 • Birkir Már Þrastarson, nemandi í Beihang University. Eftir frekari sérhæfingu í Bandaríkjunum stefnir Birkir Már á að stofna eigið fyrirtæki sem þróar gerviútlimi.
 • Sigurgeir Ólafsson, nemandi í Háskóla Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigurgeir lokið bakkalársprófi í lífefna- og sameindalíffræði. Hann er við það að ljúka meistaragráðu í líf- og læknavísindum og mun næsta haust halda áfram með bakkalárpróf í tölvunarfræði.
 • Sólveig Ásta Einarsdóttir, nemandi í Háskóla Íslands. Sólveig Ásta hefur keppt með Ólympíuliði Íslands í eðlisfræði og stundar sumarnám við einn virtasta háskóla heims, California Institute of Technology.
 • Börkur Smári Kristinsson, nemandi í ETH Zurich. Börkur hefur unnið nokkra Íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum, lokið burtfararprófi í klassískum gítarleik og stefnir nú á frama í umhverfismálum og sjálfbærum lifnaðarháttum.
 • Agnes Jóhannsdóttir, nemandi í University College London. Agnes vinnur sem kennari við Cambridge Coding Academy samhliða námi sínu. Hún er meðal annars virkur meðlimur í Félagi ungra athafnakvenna og hefur unnið sem sjálfboðaliði á Indlandi og í Kenía.
 • Daníel Kristjánsson, nemandi í ESADE. Daníel útskrifaðist fyrst sem semi-dúx úr Verzlunarskólanum og síðar með hæstu einkunn sem gefin hefur verið útskriftarnema í viðskiptafræði frá Viðskiptafræðideild HÍ.
 • Hulda Þorsteinsdóttir, nemandi í Háskóla Íslands. Hulda er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í stangarstökki og hefur náð ótrúlegum árangri þrátt fyrir þrálát meiðsli og stefnir nú á Ólympíuleikana.
 • Árny Arnarsdóttir, nemandi í Utrecht University. Árny hefur áður fengið hvatningarverðlaun fyrir ungar konur sem hafa unnið að samfélagsmálum og starfað sem sjálfboðaliði á Indlandi. Nú sérhæfir hún sig í sjálfbærri umbreytingu samfélagsins.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall