Kass og Tix í samstarf

24.06.2016

Þeir sem eru með greiðsluappið Kass í símanum sínum geta nú greitt fyrir miðakaup hjá Tix miðasölu í gegnum Kass appið. Kass og Tix hafa hafið samstarf sem auðveldar viðskiptavinum Tix.is að greiða fyrir miðakaup. Þessi greiðsluleið bætist því við inn á vefsíðuna Tix.is en viðskiptavinir þurfa því ekki að slá inn greiðslukorta upplýsingar til að ganga frá miðakaupum. Þessi þjónusta stendur viðskiptavinum Kass til boða án aukakostnaðar hvort sem notendur hafa skráð debet- eða kreditkort í Kass appinu.

Kass appið er þróað af Íslandsbanka og sprotafyrirtækinu Memento Payments. Kass er einfalt og þægilegt app til að greiða, rukka og skipta kostnaði. Allir geta notað greiðsluappið, óháð banka. Appið tvinnar saman eiginleika samfélagsmiðla og greiðslukerfis og áhersla er lögð á skemmtilega notendaupplifun, öryggi og einfaldleika.

Með samstarfinu við Tix er stigið nýtt skref í þróun Kass appsins sem bæði eykur notagildi þess og opnar á nýja möguleika fyrir notendur. Appið er í stöðugri þróun en markmiðið að einfalda greiðslur og gera þær skemmtilegri.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall