Íslandsbanki gefur út skýrslu um íslensk sveitarfélög

16.06.2016
Árlega skýrsla Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög er komin út. Markmið skýrslunnar er að gefa yfirlit yfir stöðu sveitarfélaga á Íslandi og þróun síðustu ára. Stuðst er við ársreikninga ársins 2015 frá 60 sveitarfélögum en íbúar þeirra eru um 99% af heildarfjölda íbúa landsins.

Í skýrslunni kemur fram að A- og B-hluti 90% sveitarfélaga standa undir skuldsetningu ársins 2015 sem er betri niðurstaða en á árinu 2014 þegar hlutfallið nam 88%. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta til eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki/stofnanir sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins eða eru að meirihluta á ábyrgð þess og rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

Þá kemur fram að heildarskuldir sveitarfélaganna hafi numið rúmum 578 mö.kr. á árinu 2015 og jukust um 0,5% frá árinu 2014. Langtímaskuldir lækkuðu um 16 ma.kr., eða um 4%, en skuldbindingar hækkuðu um tæpa 18 ma.kr., eða um 26%, sem veldur að mestu leyti hækkun heildarskulda á áðurgreindu tímabili.

Í skýrslunni segir einnig að skattstofnar sveitarfélaga hafi reynst stöðugir, skatttekjur traustar og verkefni þeirra hafa samhliða vaxið jafnt og þétt og framlegð minnkað. Kostnaðarsöm þjónustuverkefni hafi flust frá ríki til sveitarfélaga ásamt því að launakostnaður hefur aukist. Þá kemur fram að sveitarfélögin hafi undanfarið þurft að þjónusta ferðamenn í auknum mæli með tilheyrandi kostnaði.

Sjá má frekari upplýsingar um skýrsluna hér

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall