Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka kynnt

02.06.2016

Íslandsbanki kynnti þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir 2016-2018 á morgunverðarfundi í morgun. Fundurinn var haldinn í Hörpu og var vel sóttur. Fram kemur í þjóðhagsspánni að hagvöxtur í ár verði 5,4% en það verður þá mesti hagvöxtur sem mælst hefur í heilan áratug á Íslandi. Því er spáð að vöxtur kaupmáttar launa muni nema 9,1% sem er knúinn áfram af hækkun launa á árinu samhliða hóflegri verðbólgu. 

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða Íslandsbanka, opnaði fundinn, Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, fór yfir efnhagshorfur og Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu, fjallaði um gengisþróun krónunnar.

Að endingu voru pallborðsumræður þar sem þátttakendur voru: 

  • Agnar Tómas Möller, CIO og sjóðsstjóri hjá GAMMA
  • Helga Óskarsdóttir, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum
  • Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá
  • Pallborðsumræðum stýrði Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka

Hér má nálgast þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka ásamt upptöku af kynningarfundi o.fl. tengt spánni.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall