Samkeppnishæfni Íslands á fundi VÍB og Viðskiptaráðs

01.06.2016 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

VÍB og Viðskiptaráð Íslands héldu í gær fund um samkeppnishæfni Íslands. Höfuðborgarsvæðið var sérstaklega til umfjöllunar og áhrif þess á samkeppnishæfni landsins. Á fundinum voru niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans kynntar en Ísland situr nú í 23. sæti og færist upp um eitt sæti frá fyrra ári. Fundurinn var haldin í Hörpu og var margt um manninn.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra flutti opnunarávarp og Ólöf Nordal innanríkisráðherra fór yfir stöðu Íslands í alþjóðaumhverfi og fór yfir áskoranirnar framundan. Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, fór yfir niðurstöður úttektarinnar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fjallaði um samspil höfuðborgarsvæðisins og samkeppnishæfni. Að endingu var rætt við Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Viðskiptaráðs, og Svein Sölvason, fjármálastjóra Össurar, um niðurstöðuna og stöðu Íslands. Kjartan Smári Höskuldsson, forstöðumaður hjá VÍB, stýrði fundinum.

Upptaka frá fundinum

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall