Íslandsbanki fær Hvatningarverðlaun jafnréttismála

25.05.2016

Íslandsbanki hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála í ár. Niðurstaða dómnefndar var einróma og þykir bankinn uppfylla þætti bæði í innra og ytra umhverfi fyrirtækisins sem stuðla að auknu jafnrétti.

Verðlaunin eru veitt því fyrirtæki sem hefur stuðlað að auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum launum kynjanna, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið.

Í niðurstöðum dómnefndar er tekið fram að Íslandsbanki leggi mikla áherslu á að kynna jafnréttisstefnu bankans fyrir nýjum starfsmönnum og stjórnendum til að tryggja þekkingu á áherslum fyrirtækisins strax í upphafi. Bankinn vilji jafnframt vera öðrum fyrirtækjum fyrirmynd í jafnréttismálum og hefur hann tekið þátt í ráðstefnum og fundum um málaflokkinn. Þá hefur Íslandsbanki skrifað undir Jafnréttissáttmála UNWomen og UN Global Compact.

Í niðurstöðunum er einnig tekið fram að bankinn hafi aukið áhuga og eflt konur í frumkvöðlastarfi með því að standa fyrir frumkvöðlanámskeiði og –keppni kvenna í samstarfi við Opna Háskólann í Reykjavík og FKA. Íslandsbanki hefur einnig styrkt sérstaklega þátttöku afrekskvenna í íþróttum. Þá voru fundir bankans í samstarfi við Ungar athafnakonur um jafnréttismál og ungt fólk afar vel sóttir og vöktu mikla athygli.

Íslandsbanki hlaut Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC árið 2015. Í bankanum er lögð áhersla á vellíðan í starfi, sveigjanleika til að samræma vinnu og fjölskyldulíf og eru feður jafnt sem mæður hvött til að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs.

Hvatningarverðlaun jafnréttismála eru nú veitt í þriðja sinn. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem setja jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við er mjög stolt af því að fá þessa viðurkenningu fyrir okkar störf í þágu jafnréttismála. Starfsfólk Íslandsbanka hefur unnið markvisst að því að stuðla að jafnrétti á vinnustaðnum og það er okkar trú að þetta markmið eigi að vera hluti af menningu fyrirtækisins. Við horfum ennþá upp á launamun kynjanna í íslensku atvinnulífi sem er óásættanlegt. Vonandi munu fyrirtæki leggjast í þá vinnu sem þarf til að útrýma

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall