Kaupsamningur um Frumherja undirritaður

18.05.2016

Fergin ehf., félag í eigu Íslandsbanka hf. og Tröllastakks ehf., hefur undirritað kaupsamning um sölu á 100% hlutafjár í Frumherja hf. til SKR1 hf. Eigendur SKR1 hf., eru annars vegar Tiberius ehf., sem er félag í eigu Andra Gunnarssonar, Fannars Ólafssonar, Kristjáns Grétarssonar og Þórðar Kolbeinssonar og hins vegar Skriður slhf., sem er félag í rekstri og umsýslu Íslenskra verðbréfa hf. Kaupverðið er trúnaðarmál og eru kaupin gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með sölunni.

Undir starfsemi Frumherja heyrir ýmis konar skoðanastarfsemi, svo sem ökutækja-, fasteigna, skipa- og rafmagnsskoðanir, auk framkvæmdar ökuprófa, löggildingar mælitækja o.fl.Samningsaðilar munu ekki tjá sig frekar um viðskiptin á meðan þau eru til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka:

„Íslandsbanki hefur markað sér stefnu um að selja eignarhluti sína í ótengdum rekstri með  gegnsæjum hætti innan eðlilegs tímaramma, og það er okkur mikið gleðiefni að hafa nú undirritað samning um sölu á eignarhlut bankans í Frumherja.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall