Icelandic Ibérica í söluferli

17.05.2016

Stjórn Icelandic Group hf. hefur ákveðið að hefja opið söluferli á dótturfélagi sínu, Icelandic Ibérica á Spáni. Salan er liður í þeirri stefnu Framtakssjóðs Íslands, sem á Icelandic Group að fullu, að einfalda og endurskipuleggja rekstur Icelandic Group. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að sjá um opið söluferli alls hlutafjár í Icelandic Ibérica S.A.

Icelandic Ibérica S.A., eitt fjögurra dótturfélaga Icelandic Group, er einn helsti sölu- og dreifingaraðili á léttsöltuðum þorski frá Íslandi ásamt ýmsu öðru frosnu sjávarfangi. Félagið selur sjávarafurðir til meira en 4.000 viðskiptavina í fimm löndum í Suður-Evrópu. Tekjur Icelandic Ibérica á síðasta ári námu ríflega 100 milljónum evra og starfsmenn eru um 140 talsins.

Vörumerki félagsins, Icelandic Seafood, fylgir ekki með í kaupunum á Icelandic Ibérica. Icelandic Group mun áfram eiga vörumerkið Icelandic Seafood™ en kaupandi hefur rétt til notkunar á því í Evrópu (helstu markaðssvæðum Icelandic Ibérica).

Áhugsömum aðilum er bent á að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í gegnum netfangið iberica@islandsbanki.is eða í síma 440 4000.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall