Íslandsbanki styður við sýrlensk börn á flótta

06.05.2016

Hrafn Jökulsson hóf skákmaraþon í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Tilgangurinn með maraþoninu er að safna framlögum og áheitum, sem renna óskert til Fatimusjóðs og UNICEF á Íslandi í þágu sýrlenskra flóttabarna í neyð. Íslandsbanki mun leggja þessu góða málefni lið og styrkir verkefnið. Íslandsbanki vill með þessu vera jákvætt hreyfiafl og láta gott af sér leiða í íslensku samfélagi. Bankinn starfar einnig mikið með góðgerðarfélögm í gegnum verkefnið Hjálparhönd.

Hrafn mun tefla til miðnættis í kvöld, og halda svo áfram á morgun, laugardag, frá klukkan níu til miðnættis. Allir eru velkomnir í Ráðhúsið til að fylgjast með eða skora á Hrafn. Á svæðinu verða einnig fulltrúar Fatimusjóðs og UNICEF á Íslandisem munu kynna starf samtakanna í þágu sýrlenskra flóttabarnaog gestir fá að upplifa hvernig líf barna í flóttamannabúðum er með sýndarveruleikagleraugum. Þá munu þjóðþekktir skemmtikraftar og listamenn troða upp á meðan maraþoninu stendur.

Hrókurinn og Skákakademía Reykjavíkur standa að viðburðinum í samvinnu við Fatimusjóð og UNICEF

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall